Þingmenn kasti ekki rýrð á Alþingi eða skaði ímynd þess með framkomu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2015 15:16 Frá þingfundi á dögunum. vísir/stefán Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins. Alþingi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Allir forsetar Alþingis auk þingflokksformanna þeirra fimm stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu um siðareglur þingmanna. Reglurnar kveða meðal annars á um eftirfarandi varðandi hvað þingmenn skuli gera sem þjóðkjörnir fulltrúar: „Taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti [...]“ Þá er skýrt kveðið á um að þingmenn megi ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og að þeir skuli greina frá öllum hagsmunatengslum sem máli skipta vegna starfs þeirra. Samkvæmt tillögunni er þingmönnum gert skylt að afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hlíta siðareglunum. Það sama mun gilda um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Forsætisnefnd mun skipa þriggja manna siðareglunefnd, til fimm ára í senn, sem mun taka til meðferðar erindi vegna meintra brota á reglunum. Í ályktuninni kemur fram að erindi um meint brot á reglunum megi aldrei bitna á sendanda þess: „Siðareglunefnd getur ákveðið að sendandi erindis njóti nafnleyndar ef telja má ljóst að meðferð málsins geti bitnað á honum,“ segir í þingsályktuninni. Í greinargerð kemur fram að siðareglurnar byggi á siðareglum Evrópuþingsráðsins.
Alþingi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira