Innlent

Lögreglan leitar að pallbíl

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða hvítan Dodge 1500 club Cab 4WD, með skráningarnúmerið BX-279.
Um er að ræða hvítan Dodge 1500 club Cab 4WD, með skráningarnúmerið BX-279. Mynd/Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að pallbíl sem stolið var frá Akralind, þann 10.maí síðastliðinn.

Um er að ræða hvítan Dodge 1500 club Cab 4WD, með skráningarnúmerið BX-279. Mynd af bílnum má sjá að ofan. „Þess ber að geta að merkingarnar eru enn á sínum stað en bifreiðin er ekki lengur með pallhúsið sem þar sést,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna, til dæmis í gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sjái fólk bifreiðina, kyrrstæða eða á ferð, skal hringja strax í 112.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að pallbíl sem stolið var frá Akralind, þann 10.maí sl. Um er að ræða hvítan Dodge...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, 12 May 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×