Lífið

Það er hægt að fá pláss á sjó þó þú sért ekki skyldur skipstjóra eða útgerðarmanni

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorsteinn Másson.
Þorsteinn Másson.
Þó þú eigir ekki mömmu, pabba, afa, ömmu, frænda eða frænku sem er skipstjóri eða útgerðarmaður þá er samt hægt að fá pláss á sjó og segir Þorsteinn Másson, hjá Landsambandi smábátaeigenda, frá því hvernig það er í hægt í nýju myndbandi.

Þorsteinn er mörgum að góðu kunnur fyrir myndbönd sín um sjóveiki og sjógalla en hér fer hann yfir þau atriði sem þarf að hafa á hreinu áður en sótt er um pláss á sjó.

„Númer eitt tvö og þrjú er að skrá sig á námskeið í slysavarnarskóla sjómanna. Svo er mikilvægt að hafa sjógallann tilbúinn því skipstjórar hringja oft með stuttum fyrirvara,“ segir Þorsteinn en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig:Góð ráð íslenska sjómannsins við sjóveiki


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.