Innlent

Gera alvarlegar athugasemdir við ummæli landlæknis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af.
Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. vísir/Ernir
BHM gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli landlæknis í fjölmiðlum og telja framgöngu hans í fjölmiðlum vera ámælisverð.

Í tilkynningu frá BHM segir að hann hafi bæði vegið að starfsheiðri tiltekinna heilbrigðisstétta og einnig kallað eftir að verkfallsaðgerðir verði stöðvaðar með lagasetningu án þess að taka tillit til sjónarmiða viðkomandi stétta.

Sjá einnig: Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum

„Lögum samkvæmt ber landlækni að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og því hlutverki þarf sannarlega að sinna.En í því ljósi verður Bandalag háksólamanna að lýsa furðu sinni á því að landlæknir hafi ekki leitað eftir sjónarmiðum BHM og þeirra heilbrigðisstétta sem um ræðir. Með þeim hætti hefði verið hægt að kynna sér staðreyndir og allar hliðarmálsins.“



Það sé ámælisvert að mati BHM.

„BHM mun óska eftir fundi með landlækni eins fljótt og hægt er til þess að ræða verkfallsaðgerðir og stöðu heilbrigðisþjónustu hér á landi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×