Bjarni Benediktsson segist ekki tefja fyrir Eygló Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:47 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“ Alþingi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“
Alþingi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira