Bjarni Benediktsson segist ekki tefja fyrir Eygló Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:47 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“ Alþingi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“
Alþingi Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira