Vill forystumenn á vinstri vængnum sem riddara í sveit Katrínar Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2015 11:50 Tími Katrínar Jakobsdóttur er runninn upp samkvæmt Jóni Kalman Stefánssyni sem segir hana ekki geta leyft sér að loka sig af í tíu prósenta flokknum VG. „Hennar tími er einfaldlega runninn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr,“ skrifar rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson um formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, í aðsendri grein sem birtist á Kjarnanum í dag og hefur vakið verulega athygli. Hann segir Katrínu eina stjórnmálamanninn sem hefur getu og vinsældir til að leiða breiðfylkingu í anda R-listans í næstu kosningum. „Katrín Jakobsdóttir getur ekki lengur leyft sér að loka sig af í því 10 prósenta horni sem Vinstri grænir eru fastir í. Ef hún hefur áhuga á að hrifsa samfélagið úr járnklóm hagsmuna, nýfrjálshyggju og lýðskrumara, þá verður hún stað stíga fram og sameina vinstri og miðjumenn að baki sér,“ skrifar Jón.Ögmundur Jónasson og Guðmundur Steingrímsson. Vísir/AntonVill forystumenn sem riddara í sveit Katrínar Hann segir aðra forystumenn eiga að víkja fyrir Katrínu. „Þeir eiga að taka hagsmunum þjóðar fram yfir persónulegan metnað og verða riddarar í sveit Katrínar Jakobsdóttur.“ Ef Íslendingar vilja tryggja áframhaldandi yfirburði Sjálfstæðisflokksins segir Jón þeim að halda áfram á sömu braut. „Förum að dæmi Guðmundar Steingrímssonar og stofnum nýjan flokk ef við fáum ekki að ráða öllu í lagavalinu, spilum sóló eins og Ögmundur vegna þess að skoðanir okkar eru merkilegri en skoðanir annarra. Höldum þessu áfram til streitu, breytum engu, förum sundruð fram í næstu kosningum, stofnum jafnvel nokkur sérviskuframboð til viðbótar til að dreifa kröftunum,“ skrifar Jón Kalman og spyr hvort þetta sér ekki prýðisplan? „Bjarni Benediktsson sendir okkur jólakort í þakklætisskyni - og LÍÚ borgar burðargjaldið.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.„Hef talað fyrir auknu samstarfi“ Vísir hafði samband við Katrínu vegna þessara skrifa og spurði hana hvort breiðfylking vinstri og miðjumanna sé henni að skapi fyrir næstu kosningar? „Ég hef talað fyrir auknu samstarfi á vinstri vængnum og talað fyrir því að við eigum að beita okkur saman þar sem við getum, því það er auðvitað fleira sem sameinar en sundrar. Ég hef sjálf sagt að mér fyndist ástæða til að skoða kosningabandalag sem byggði á alvöru málefnum, sem yrði þá aukinn jöfnuður, sjálfbærni í samfélaginu og aukið lýðræði. Ég mun lesa þessa grein af athygli,“ segir Katrín.Ánægð með sína hreyfingu Spurð út í orð Jóns Kalman, hvort hún geti ekki lengur leyft sér að loka sig af í tíu prósenta flokknum Vinstri grænum, svarar hún: „Ég er mjög ánægð með mína hreyfingu og finnst stefna hennar mjög góð. Það er ástæðan fyrir því ég valdi að ganga til liðs við þennan flokk og ég er afskaplega ánægð með hana. En ég er líka mikill talsmaður samstarfs á Vinstri væng stjórnmálanna.“Í nýlegri könnun MMR kom fram að Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga. Þannig töldu 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Katrín sé heiðarleg en næst á eftir henni kom Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, en síðan leiðtogar annarra flokka og forseti Íslands. Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Hennar tími er einfaldlega runninn upp. Hvort sem henni líkar betur eða verr,“ skrifar rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson um formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, í aðsendri grein sem birtist á Kjarnanum í dag og hefur vakið verulega athygli. Hann segir Katrínu eina stjórnmálamanninn sem hefur getu og vinsældir til að leiða breiðfylkingu í anda R-listans í næstu kosningum. „Katrín Jakobsdóttir getur ekki lengur leyft sér að loka sig af í því 10 prósenta horni sem Vinstri grænir eru fastir í. Ef hún hefur áhuga á að hrifsa samfélagið úr járnklóm hagsmuna, nýfrjálshyggju og lýðskrumara, þá verður hún stað stíga fram og sameina vinstri og miðjumenn að baki sér,“ skrifar Jón.Ögmundur Jónasson og Guðmundur Steingrímsson. Vísir/AntonVill forystumenn sem riddara í sveit Katrínar Hann segir aðra forystumenn eiga að víkja fyrir Katrínu. „Þeir eiga að taka hagsmunum þjóðar fram yfir persónulegan metnað og verða riddarar í sveit Katrínar Jakobsdóttur.“ Ef Íslendingar vilja tryggja áframhaldandi yfirburði Sjálfstæðisflokksins segir Jón þeim að halda áfram á sömu braut. „Förum að dæmi Guðmundar Steingrímssonar og stofnum nýjan flokk ef við fáum ekki að ráða öllu í lagavalinu, spilum sóló eins og Ögmundur vegna þess að skoðanir okkar eru merkilegri en skoðanir annarra. Höldum þessu áfram til streitu, breytum engu, förum sundruð fram í næstu kosningum, stofnum jafnvel nokkur sérviskuframboð til viðbótar til að dreifa kröftunum,“ skrifar Jón Kalman og spyr hvort þetta sér ekki prýðisplan? „Bjarni Benediktsson sendir okkur jólakort í þakklætisskyni - og LÍÚ borgar burðargjaldið.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.„Hef talað fyrir auknu samstarfi“ Vísir hafði samband við Katrínu vegna þessara skrifa og spurði hana hvort breiðfylking vinstri og miðjumanna sé henni að skapi fyrir næstu kosningar? „Ég hef talað fyrir auknu samstarfi á vinstri vængnum og talað fyrir því að við eigum að beita okkur saman þar sem við getum, því það er auðvitað fleira sem sameinar en sundrar. Ég hef sjálf sagt að mér fyndist ástæða til að skoða kosningabandalag sem byggði á alvöru málefnum, sem yrði þá aukinn jöfnuður, sjálfbærni í samfélaginu og aukið lýðræði. Ég mun lesa þessa grein af athygli,“ segir Katrín.Ánægð með sína hreyfingu Spurð út í orð Jóns Kalman, hvort hún geti ekki lengur leyft sér að loka sig af í tíu prósenta flokknum Vinstri grænum, svarar hún: „Ég er mjög ánægð með mína hreyfingu og finnst stefna hennar mjög góð. Það er ástæðan fyrir því ég valdi að ganga til liðs við þennan flokk og ég er afskaplega ánægð með hana. En ég er líka mikill talsmaður samstarfs á Vinstri væng stjórnmálanna.“Í nýlegri könnun MMR kom fram að Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra leiðtoga stjórnmálaflokka á Alþingi varðandi þá persónueiginleika sem almenningur telur að prýða eigi stjórnmálaleiðtoga. Þannig töldu 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Katrín sé heiðarleg en næst á eftir henni kom Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, en síðan leiðtogar annarra flokka og forseti Íslands.
Alþingi Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira