Lífið

Svona hafa geimfarar hægðir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér sýnir Samantha hvernig geimfarar pissa og kúka í þyngdarleysi.
Hér sýnir Samantha hvernig geimfarar pissa og kúka í þyngdarleysi. Vísir
Samantha Cristoforetti, ítalskur geimfari, hefur birt myndband á síðu sinni til þess að sýna hvernig geimfarar kasta af sér vatni eða hafa hægðir.

Cristoforetti hefur verið iðin við að sýna okkur á jörðu niðri hvernig geimfarar framkvæma hinar ýmsu daglegu athafnir. Hin einföldustu dagsverk, svo sem að fá sér kaffi, fara í sturtu nú eða klósettferð eru með öðrum hætti þegar maður er staddur í þyngdarleysi.

Sjá einnig: Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Í myndbandinu sem sjá má hér að neðan greinir hún frá því að þvaginu sé safnað í poka og það nýtt aftur – já þvaginu er breytt í drykkjarhæft vatn. Þó verður áður en hægt er að setjast á klósettið að kveikja á sogvél sem sogar úrganginn í pokann. 

Cristoforetti hefur einnig sýnt hvernig geimfarar fara í sturtu og hvernig hægt er að hella upp á espresso. En Cristoforetti var sú fyrsta til að hella upp á espresso í geimnum.  

Continuiamo il tour della #ISS... Con un giro del nostro bagno spaziale!Let's continue our tour of the ISS... welcome to the toilet!

Posted by Samantha Cristoforetti on Friday, May 8, 2015

Tengdar fréttir

Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Geimfarinn Samantha Cristforetti sendi í gær frá sér myndband þar sem hún sýnir áhugasömum hvernig geimfarar halda sér hreinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.