Lífið

JÖR hannar boli til styrktar Göngum saman - Myndaveisla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
myndir/þorgeir
JÖR efndi í gær til fögnuðar. Tilefnið var upphaf sölu á bolum og hálsklútum sem JÖR hannaði fyrir samtökin Göngum saman. 

Göngum saman styrkir grunnrannróknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hver. Frá stofnun félagsins hefur um fimmtíu milljónum verið úthlutað til íslenskra rannsóknaraðila á sviði brjóstakrabbameins. 

Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 10. maí, kl. 11. Í Reykjavík verður gengið frá Háskólatorgi þar sem íslenskir vísindamenn, sem þegið hafa styrki félagsins, kynna störf sín.

Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Í ár verða meðal annars seldir bolir og höfuðklútar sem hannaðir voru sérstaklega fyrir félagið af Jör og margnota innkaupapokar hannaðir af Sigurborgu Stefánsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.