„Hafið þið hjónin þá ekki lagt fram kæru á Kaupþingsmenn fyrir skjalafals?“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2015 09:36 Jón Gerald Sullenberger og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Kaupmaðurinn Jón Gerald Sullenberger ritar opið bréf til Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar beinir hann nokkrum spurning til Ingibjargar eftir að hafa lesið dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Hann segist hafa lesið grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu 7. apríl síðastliðinn þar sem Ingibjörg sagði Hæstarétt hafa farið mannavillt og ranglega sakfellt eiginmann sinn í málinu. Jón Gerald vitnar til að mynda í símtal sem er ritað upp í dómi Hæstaréttar þar sem segir: „...já, sem það og er sko, af því mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part af kökunni sko.“„Sinn part af kökunni“ Þá spyr hann Ingibjörgu um hvaða Ólaf sé verið að ræða og spyr í leiðinni hvort Ólafur Arinbjörn hjá Logos eigi að fá „sinn part af kökunni“? Einnig vitnar hann í ummæli Bjarnfreðar Ólafssonar lögmanns og stjórnarmanns í Kaupþingi, sem starfaði fyrir Ólaf Ólafsson, þar sem Bjarnfreður segir: „Hann þarf að fá sinn part af upside-inu sko.“ Jón Gerald spyr hvaða „hann“ starfsmaður Ingibjargar og Ólafar sé að vísa til sem eigi að fá „sinn part af upside-inu sko“? „Varla er Bjarnfreður, starfsmaður ykkar hjóna, að meina að Ólafur Arinbjörn, lögmaður á Logos, eigi að fá hagnaðinn af gengishækkun hlutabréfanna í Kaupþingi?“„Hvaða „ÓÓ““? Hann vísar einnig í tölvupóst sem Kaupþingsmenn sendu sín á milli og Hæstiréttur vísar í en þar er spurt: „Hvernig samning ÓÓ gerir við Sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af hagnaðinum af Kaupþingsbréfunum sem þeir eru að kaupa“. Jón Gerald spyr Ingibjörgu hvaða „ÓÓ“ Kaupþingsmenn séu að vísa til sem á að fá sinn hlut af hagnaðinum? Þá segir hann það hafa komið fram í málinu að Kaupþing hefði lánað félaginu „Gerland Assets Ltd.“, skráðu á Bresku Jómfrúareyjum, yfir 12 þúsund milljónir króna, félagi sem var að stórum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, eiginmanns Ingibjargar. „Sama upphæð var svo lánuð til félags í eigu Sjeiks Al Thani. Var eiginmaður þinn skráður eigandi að „Gerland Assets Ltd.“ ÁN HANS SAMÞYKKIS? Ef svarið er já, hafið þið hjónin þá ekki lagt fram kæru á Kaupþingsmenn fyrir skjalafals?“Spyr hvers vegna Al Thani bar ekki vitni Jón Gerald spyr Ingibjörgu hvort það sé rétt að Ólafur Ólafsson, eiginmaður hennar, hafi hringt til Kaupþings banka í Lúxemborg, eftir að Kaupþing féll, og beðið starfsmenn bankans um að allar ábyrgðir, sem Sjeik Al Thani hafði undirgengist, yrðu felldar niður. Einnig spyr Jón Gerald Ingibjörgu hvers vegna Al Thani mætti ekki fyrir dóm og bar vitni um sakleysi eiginmanns hennar: „Sé hafður í huga hinn mikli vinskapur ykkar hjóna við Sjeik Al Thani sbr. bréf þitt.“ Þá segir Jón Gerald að fram hafi komið fyrir dómi að eiginmaður hennar, Ólafur Ólafsson, hafi persónulega greitt mörg hundruð milljónir króna í vexti af láni Al Thanis. „Ef eiginmaður þinn kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sjeiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram, af hverju er þá Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, að greiða vexti fyrir einn ríkasta mann í heimi, þar sem þetta voru hans persónulegu hlutabréfakaup í Kaupþingi banka en ekki ykkar hjóna?“Sjá opið bréf Jóns Geralds til Ingibjargar hér. Tengdar fréttir Í tilefni ummæla Björns Þorvaldssonar vegna greinar minnar í Fréttablaðinu í dag Sá „Óli“ sem rætt var um í símtalinu er Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, sérfróður um verðbréfaviðskipti og starfaði þá og og starfar enn á sömu lögmannsstofu og Bjarnfreður Ólafsson sem tilgreindur er í hinum tilvitnaða texta. 7. apríl 2015 17:16 Stendur við fullyrðingar um nafnabrengl Hæstaréttar „Fyrir mér er kokhreysti Björns Þorvaldssonar ekkert nýmæli,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir í nýrri grein sinni. 7. apríl 2015 19:19 Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 Saksóknari um grein Ingibjargar: „Þetta er einhver misskilningur hjá henni“ "Sá Ólafur sem er talað um í þessu símtali er örugglega Ólafur Ólafsson.“ 7. apríl 2015 10:38 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Kaupmaðurinn Jón Gerald Sullenberger ritar opið bréf til Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu Ólafs Ólafssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar beinir hann nokkrum spurning til Ingibjargar eftir að hafa lesið dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu. Hann segist hafa lesið grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu 7. apríl síðastliðinn þar sem Ingibjörg sagði Hæstarétt hafa farið mannavillt og ranglega sakfellt eiginmann sinn í málinu. Jón Gerald vitnar til að mynda í símtal sem er ritað upp í dómi Hæstaréttar þar sem segir: „...já, sem það og er sko, af því mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part af kökunni sko.“„Sinn part af kökunni“ Þá spyr hann Ingibjörgu um hvaða Ólaf sé verið að ræða og spyr í leiðinni hvort Ólafur Arinbjörn hjá Logos eigi að fá „sinn part af kökunni“? Einnig vitnar hann í ummæli Bjarnfreðar Ólafssonar lögmanns og stjórnarmanns í Kaupþingi, sem starfaði fyrir Ólaf Ólafsson, þar sem Bjarnfreður segir: „Hann þarf að fá sinn part af upside-inu sko.“ Jón Gerald spyr hvaða „hann“ starfsmaður Ingibjargar og Ólafar sé að vísa til sem eigi að fá „sinn part af upside-inu sko“? „Varla er Bjarnfreður, starfsmaður ykkar hjóna, að meina að Ólafur Arinbjörn, lögmaður á Logos, eigi að fá hagnaðinn af gengishækkun hlutabréfanna í Kaupþingi?“„Hvaða „ÓÓ““? Hann vísar einnig í tölvupóst sem Kaupþingsmenn sendu sín á milli og Hæstiréttur vísar í en þar er spurt: „Hvernig samning ÓÓ gerir við Sjeikinn til að tryggja sér sinn hlut af hagnaðinum af Kaupþingsbréfunum sem þeir eru að kaupa“. Jón Gerald spyr Ingibjörgu hvaða „ÓÓ“ Kaupþingsmenn séu að vísa til sem á að fá sinn hlut af hagnaðinum? Þá segir hann það hafa komið fram í málinu að Kaupþing hefði lánað félaginu „Gerland Assets Ltd.“, skráðu á Bresku Jómfrúareyjum, yfir 12 þúsund milljónir króna, félagi sem var að stórum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, eiginmanns Ingibjargar. „Sama upphæð var svo lánuð til félags í eigu Sjeiks Al Thani. Var eiginmaður þinn skráður eigandi að „Gerland Assets Ltd.“ ÁN HANS SAMÞYKKIS? Ef svarið er já, hafið þið hjónin þá ekki lagt fram kæru á Kaupþingsmenn fyrir skjalafals?“Spyr hvers vegna Al Thani bar ekki vitni Jón Gerald spyr Ingibjörgu hvort það sé rétt að Ólafur Ólafsson, eiginmaður hennar, hafi hringt til Kaupþings banka í Lúxemborg, eftir að Kaupþing féll, og beðið starfsmenn bankans um að allar ábyrgðir, sem Sjeik Al Thani hafði undirgengist, yrðu felldar niður. Einnig spyr Jón Gerald Ingibjörgu hvers vegna Al Thani mætti ekki fyrir dóm og bar vitni um sakleysi eiginmanns hennar: „Sé hafður í huga hinn mikli vinskapur ykkar hjóna við Sjeik Al Thani sbr. bréf þitt.“ Þá segir Jón Gerald að fram hafi komið fyrir dómi að eiginmaður hennar, Ólafur Ólafsson, hafi persónulega greitt mörg hundruð milljónir króna í vexti af láni Al Thanis. „Ef eiginmaður þinn kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sjeiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram, af hverju er þá Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, að greiða vexti fyrir einn ríkasta mann í heimi, þar sem þetta voru hans persónulegu hlutabréfakaup í Kaupþingi banka en ekki ykkar hjóna?“Sjá opið bréf Jóns Geralds til Ingibjargar hér.
Tengdar fréttir Í tilefni ummæla Björns Þorvaldssonar vegna greinar minnar í Fréttablaðinu í dag Sá „Óli“ sem rætt var um í símtalinu er Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, sérfróður um verðbréfaviðskipti og starfaði þá og og starfar enn á sömu lögmannsstofu og Bjarnfreður Ólafsson sem tilgreindur er í hinum tilvitnaða texta. 7. apríl 2015 17:16 Stendur við fullyrðingar um nafnabrengl Hæstaréttar „Fyrir mér er kokhreysti Björns Þorvaldssonar ekkert nýmæli,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir í nýrri grein sinni. 7. apríl 2015 19:19 Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 Saksóknari um grein Ingibjargar: „Þetta er einhver misskilningur hjá henni“ "Sá Ólafur sem er talað um í þessu símtali er örugglega Ólafur Ólafsson.“ 7. apríl 2015 10:38 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Í tilefni ummæla Björns Þorvaldssonar vegna greinar minnar í Fréttablaðinu í dag Sá „Óli“ sem rætt var um í símtalinu er Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður, sérfróður um verðbréfaviðskipti og starfaði þá og og starfar enn á sömu lögmannsstofu og Bjarnfreður Ólafsson sem tilgreindur er í hinum tilvitnaða texta. 7. apríl 2015 17:16
Stendur við fullyrðingar um nafnabrengl Hæstaréttar „Fyrir mér er kokhreysti Björns Þorvaldssonar ekkert nýmæli,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir í nýrri grein sinni. 7. apríl 2015 19:19
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
Saksóknari um grein Ingibjargar: „Þetta er einhver misskilningur hjá henni“ "Sá Ólafur sem er talað um í þessu símtali er örugglega Ólafur Ólafsson.“ 7. apríl 2015 10:38