Fótbolti

Gregory Mertens látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gregory Mertens er hér til hægri á myndinni.
Gregory Mertens er hér til hægri á myndinni. Vísir/AFP
Belgíski knattspyrnumaðurinn Gregory Mertens er allur en Lokeren tilkynnti um lát hans á twitter-síðu Lokeren í dag.

„Með sorg í hjarta þá segjum við frá því að við höfum misst Gregory Mertens. Við sendum fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur," sagði í tilkynningunni.

Gregory Mertens var liðsfélagi Sverris Ingasonar hjá Lokeren en hann var aðeins 24 ára gamall.   

Mertens fékk hjartáfall í fyrri hálfleik í varaliðsleik á móti Genk á mánudaginn.

Áhorfendur voru beðnir um að yfirgefa völlinn og það var hugað að Mertens í hálftíma á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Gregory Mertens var í læknadái þessa þrjá daga en hann lést í dag.

Gregory Mertens spilaði bæði sem miðvörður eða bakvörður en hann kom til Lokeren frá Cercle Brugge árið 2014.

Íslenski varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er á sínu fyrsta tímabili með Lokeren en hann og Gregory Mertens léku tvo deildarleiki saman þar á meðal síðasta leik Gregory Mertens í belgísku deildinni á móti Beveren 15. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×