Land Rover þarf að sætta sig við kínverska eftiröpun Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 14:40 Landwind X7 að ofan og Range Rover Evoque að neðan. Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent