Land Rover þarf að sætta sig við kínverska eftiröpun Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 14:40 Landwind X7 að ofan og Range Rover Evoque að neðan. Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Þessi kínverski Landwind X7 bíll er svo til algjör eftiröpun Range Rover Evoque frá Jaguar/Land Rover og er sala hafin á honum í Kína. Land Rover getur lagalega ekkert í því gert þó þessi kínverski framleiðandi hafi stolið útliti Evoque bílsins og mun því ekkert aðhafast frekar í málinu. Land Rover hefur engu að síður gagnrýnt þessa „copy-paste“ aðferð Landwind beint til fyrirtækisins. Engin lög kveða á um ólögmæti þessa gjörnings og það þarf Land Rover að sætta sig við. Landwind X7 bíllinn kostar þrefalt minna en Range Rover Evoque í Kína, eða 150.000 yuan á móti 448.000 yuan. Í sölubæklingi sem sýningargestum var afhent á nýliðinni bílasýningu í Jianglingí Kína stendur; „Innfluttur bíll? Nei, bíll frá Kína“. Því eru flestir Evrópubúar væntanlega ósammála.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent