Ófrjósemin tók meira á en krabbameinið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. apríl 2015 11:45 "Það að glíma við það að reyna að eignast barn tók miklu meira á en að ganga í gegnum krabbameinið. En það er auðvitað bara mín upplifun,“ segir Katrín. Katrín Björk Baldvinsdóttir, formaður Tilveru, segir að hlúa þurfi betur að þeim sem glíma við ófrjósemi. Skýr tengsl séu á milli ófrjósemi og þunglyndis og því sé þörf á auknum stuðningi, andlega og fjárhagslega. Hún þekki það af eigin raun og fullyrðir að henni hafi þótt auðveldara að takast á við erfiðan sjúkdóm en ófrjósemi. „Ég hef prófað krabbamein og prófað ófrjósemi. Rannsóknir sýna að það er jafn erfitt að glíma við ófrjósemi og sjúkdóma á borð við krabbamein og HIV, þunglyndiseinkennin eru jafn mikil. Því það að glíma við það að reyna að eignast barn tók miklu meira á en að ganga í gegnum krabbameinið. En það er auðvitað bara mín upplifun og erfitt að bera þetta saman,“ segir Katrín en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2013.Fimm ára barátta Katrín og eiginmaður hennar reyndu í fimm ár að eignast barn. Það tókst að lokum með gjafasæði og tæknifrjóvgun. Hún varð ólétt af þríburum árið 2007 en eitt fæddist andvana. Í kjölfarið eignuðust þau tvo börn til viðbótar, tvíbura árið 2011. Óvissuþátturinn sem fylgdi ófrjóseminni þótti Katrínu einna erfiðastur. Krabbameinið segir hún hafa verið smávægilegt í samanburði við óvissuna sem stöðugt ríkti í lífi þeirra hjóna „Það var auðvitað allt öðruvísi að takast á við krabbameinið en það sem er alltaf erfiðast er óvissan og hafði lifað við hana í glímunni við ófrjósemina í fimm ár. Þegar ég greindist með krabbameinið þurfti ég kannski að bíða í eina til tvær vikur þar til það var komið í ljós hver staðan væri,“ segir hún. Blessunarlega greindist krabbameinið snemma og var fjarlægt síðla árs 2013.Katrín varð ólétt af þríburum árið 2007 en eitt fæddist andvana. Í kjölfarið eignuðust þau tvo börn til viðbótar, tvíbura árið 2011.Áfallið gríðarlegt„Ófrjósemi er gríðarlegt áfall fyrir fólk. Þetta á að vera svo mikið einkamál en á einhverjum tímapunkti þarf það að fara með þessi einkamál á opinberan stað. Þetta er líka oft svo mikið feimnismál. Fólk er að fá rosalega erfiðar spurningar,“ segir hún og bætir við að því sé þörf á sálrænni meðferð. „Sú meðferð þyrfti að vera hluti af heildarmeðferðarpakkanum. Í lögum er talað um að meðferðaraðilum sé skylt að veita þetta en ekki talað um hver þarf að borga. Fólk þarf að átta sig á því hvað þetta tekur mikið á og ef fólk hefur ekki verið í þessum sporum þá áttar það sig oft ekki á hlutunum.“Kostnaðurinn hleypur á milljónum Félagið Tilvera biðlar því til stórnvalda að endurskoða löggjöfina. Niðurgreiðslna sé einnig þörf enda geti kostnaður einstaklinga við tæknifrjóvganir hlaupið á milljónum króna. „Fyrir þjóðarskútuna er þetta ekki mikill kostnaður. Það er þjóðhagslega hagkvæmt fyrir okkur að fjölga meira. Það hefur verið reiknað út að börn sem getin eru með tæknifrjóvgunum munu borga aftur það sem búið að leggja út, það munar eiginlega engu, kannski 2-3 mánuði sem þau eru lengur að borga til baka. En það þarf auðvitað að borga núna og fá uppskeruna seinna og það er kannski erfitt fyrir pólitíkusa að sjá það,“ segir Katrín.Samkvæmt verðskrá Art Medica er verð á fyrstu glasafrjóvgun 376.055 krónur og smásjárfrjóvgun 449.660 krónur. Önnur til fjórða meðferð kostar 171.721 krónu fyrir glasafrjóvgun og 204.811 krónur. Kostnaðurinn hækkar svo töluvert í fimmtu mefðerð eða meira, en þá er hann kominn í tæpar 450 þúsund krónur. Algengast er að meðferðin beri árangur í þriðja eða fjórða skipti. Samningur ríkissins við Sjúkratryggingar Íslands rann út árið 2013. Áður greiddi ríkið um 45 prósent af fyrstu meðferð tæknifrjógvunar og 65 prósent af annarri til fjórðu. Nú bera barnlausir allan kostnað vegna fyrstu glasa- eða smásjárfrjóvgunar en önnur til fjórða meðferð er niðurgreidd. Silja Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram þingsályktunartillögu í nóvember í fyrra þar sem hún lagði til aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana. Vill hún að heilbrigðisráðherra endurskoði reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjógvunarmeðferða og að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar. Málið gekk til velferðarnefndar 18.febrúar síðastliðinn og var tekið fyrir 25.febrúar. Í samtali við Vísi segir Silja að nefndin hafi þegar fengið umsagnir en ekki sé ljóst hvenær málið verði tekið fyrir á þingi. „Við þyrftum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum, þar er fyrsta til þriðja meðferð niðurgreidd að fullu,“ segir Katrín.Félagið Tilvera, samtök um ófrjósemi, hefur lagt áherslu á að auka umræðu um ófrjósemi og stóðu því fyrir vitundarvakningu dagana 15. – 21. apríl. Yfirskrift vitundarvakningarinnar er „Ófrjósemi er barátta“. Tengdar fréttir „Finnst mjög rangt að peningar stöðvi fólk við að reyna eignast barn“ Mikilvægt er að styðja betur við þá sem fara í tæknifrjóvganir með því að draga úr kostnað við slíkar meðferðir. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur ásamt hópi þingmanna lagt fram tillögu á Alþingi þessa efnis. 11. október 2014 14:34 Vilja endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða Í greinagerð þingmannanna segir að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. 10. október 2014 22:00 Gengið til að vekja athygli á legslímuflakki - „Það tók um 12 ár að greina mig“ „Því lengur sem konur eru ógreindar með legslímuflakk því meiri líkur eru á því að sjúkdómurinn geti eyðilagt kvenlíffæri og leitt til ófrjósemi.“ 12. mars 2014 20:39 Ekki þjást í hljóði Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. 1. mars 2015 13:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Katrín Björk Baldvinsdóttir, formaður Tilveru, segir að hlúa þurfi betur að þeim sem glíma við ófrjósemi. Skýr tengsl séu á milli ófrjósemi og þunglyndis og því sé þörf á auknum stuðningi, andlega og fjárhagslega. Hún þekki það af eigin raun og fullyrðir að henni hafi þótt auðveldara að takast á við erfiðan sjúkdóm en ófrjósemi. „Ég hef prófað krabbamein og prófað ófrjósemi. Rannsóknir sýna að það er jafn erfitt að glíma við ófrjósemi og sjúkdóma á borð við krabbamein og HIV, þunglyndiseinkennin eru jafn mikil. Því það að glíma við það að reyna að eignast barn tók miklu meira á en að ganga í gegnum krabbameinið. En það er auðvitað bara mín upplifun og erfitt að bera þetta saman,“ segir Katrín en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2013.Fimm ára barátta Katrín og eiginmaður hennar reyndu í fimm ár að eignast barn. Það tókst að lokum með gjafasæði og tæknifrjóvgun. Hún varð ólétt af þríburum árið 2007 en eitt fæddist andvana. Í kjölfarið eignuðust þau tvo börn til viðbótar, tvíbura árið 2011. Óvissuþátturinn sem fylgdi ófrjóseminni þótti Katrínu einna erfiðastur. Krabbameinið segir hún hafa verið smávægilegt í samanburði við óvissuna sem stöðugt ríkti í lífi þeirra hjóna „Það var auðvitað allt öðruvísi að takast á við krabbameinið en það sem er alltaf erfiðast er óvissan og hafði lifað við hana í glímunni við ófrjósemina í fimm ár. Þegar ég greindist með krabbameinið þurfti ég kannski að bíða í eina til tvær vikur þar til það var komið í ljós hver staðan væri,“ segir hún. Blessunarlega greindist krabbameinið snemma og var fjarlægt síðla árs 2013.Katrín varð ólétt af þríburum árið 2007 en eitt fæddist andvana. Í kjölfarið eignuðust þau tvo börn til viðbótar, tvíbura árið 2011.Áfallið gríðarlegt„Ófrjósemi er gríðarlegt áfall fyrir fólk. Þetta á að vera svo mikið einkamál en á einhverjum tímapunkti þarf það að fara með þessi einkamál á opinberan stað. Þetta er líka oft svo mikið feimnismál. Fólk er að fá rosalega erfiðar spurningar,“ segir hún og bætir við að því sé þörf á sálrænni meðferð. „Sú meðferð þyrfti að vera hluti af heildarmeðferðarpakkanum. Í lögum er talað um að meðferðaraðilum sé skylt að veita þetta en ekki talað um hver þarf að borga. Fólk þarf að átta sig á því hvað þetta tekur mikið á og ef fólk hefur ekki verið í þessum sporum þá áttar það sig oft ekki á hlutunum.“Kostnaðurinn hleypur á milljónum Félagið Tilvera biðlar því til stórnvalda að endurskoða löggjöfina. Niðurgreiðslna sé einnig þörf enda geti kostnaður einstaklinga við tæknifrjóvganir hlaupið á milljónum króna. „Fyrir þjóðarskútuna er þetta ekki mikill kostnaður. Það er þjóðhagslega hagkvæmt fyrir okkur að fjölga meira. Það hefur verið reiknað út að börn sem getin eru með tæknifrjóvgunum munu borga aftur það sem búið að leggja út, það munar eiginlega engu, kannski 2-3 mánuði sem þau eru lengur að borga til baka. En það þarf auðvitað að borga núna og fá uppskeruna seinna og það er kannski erfitt fyrir pólitíkusa að sjá það,“ segir Katrín.Samkvæmt verðskrá Art Medica er verð á fyrstu glasafrjóvgun 376.055 krónur og smásjárfrjóvgun 449.660 krónur. Önnur til fjórða meðferð kostar 171.721 krónu fyrir glasafrjóvgun og 204.811 krónur. Kostnaðurinn hækkar svo töluvert í fimmtu mefðerð eða meira, en þá er hann kominn í tæpar 450 þúsund krónur. Algengast er að meðferðin beri árangur í þriðja eða fjórða skipti. Samningur ríkissins við Sjúkratryggingar Íslands rann út árið 2013. Áður greiddi ríkið um 45 prósent af fyrstu meðferð tæknifrjógvunar og 65 prósent af annarri til fjórðu. Nú bera barnlausir allan kostnað vegna fyrstu glasa- eða smásjárfrjóvgunar en önnur til fjórða meðferð er niðurgreidd. Silja Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram þingsályktunartillögu í nóvember í fyrra þar sem hún lagði til aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana. Vill hún að heilbrigðisráðherra endurskoði reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjógvunarmeðferða og að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar. Málið gekk til velferðarnefndar 18.febrúar síðastliðinn og var tekið fyrir 25.febrúar. Í samtali við Vísi segir Silja að nefndin hafi þegar fengið umsagnir en ekki sé ljóst hvenær málið verði tekið fyrir á þingi. „Við þyrftum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum, þar er fyrsta til þriðja meðferð niðurgreidd að fullu,“ segir Katrín.Félagið Tilvera, samtök um ófrjósemi, hefur lagt áherslu á að auka umræðu um ófrjósemi og stóðu því fyrir vitundarvakningu dagana 15. – 21. apríl. Yfirskrift vitundarvakningarinnar er „Ófrjósemi er barátta“.
Tengdar fréttir „Finnst mjög rangt að peningar stöðvi fólk við að reyna eignast barn“ Mikilvægt er að styðja betur við þá sem fara í tæknifrjóvganir með því að draga úr kostnað við slíkar meðferðir. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur ásamt hópi þingmanna lagt fram tillögu á Alþingi þessa efnis. 11. október 2014 14:34 Vilja endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða Í greinagerð þingmannanna segir að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. 10. október 2014 22:00 Gengið til að vekja athygli á legslímuflakki - „Það tók um 12 ár að greina mig“ „Því lengur sem konur eru ógreindar með legslímuflakk því meiri líkur eru á því að sjúkdómurinn geti eyðilagt kvenlíffæri og leitt til ófrjósemi.“ 12. mars 2014 20:39 Ekki þjást í hljóði Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. 1. mars 2015 13:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Finnst mjög rangt að peningar stöðvi fólk við að reyna eignast barn“ Mikilvægt er að styðja betur við þá sem fara í tæknifrjóvganir með því að draga úr kostnað við slíkar meðferðir. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur ásamt hópi þingmanna lagt fram tillögu á Alþingi þessa efnis. 11. október 2014 14:34
Vilja endurskoða greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða Í greinagerð þingmannanna segir að ætla megi að eitt af hverjum sex pörum eigi við ófrjósemi að stríða. 10. október 2014 22:00
Gengið til að vekja athygli á legslímuflakki - „Það tók um 12 ár að greina mig“ „Því lengur sem konur eru ógreindar með legslímuflakk því meiri líkur eru á því að sjúkdómurinn geti eyðilagt kvenlíffæri og leitt til ófrjósemi.“ 12. mars 2014 20:39
Ekki þjást í hljóði Endómetríósa er sjúkdómur sem mörgum er hulinn og fleiri þjást af honum en gera sér grein fyrir. Greiningartími er að meðaltali sjö ár á Íslandi. 1. mars 2015 13:00