Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu 25. apríl 2015 11:05 VISIR.IS/E Vanillubúðingur með ástaraldinsósuSumarlegur eftirréttur með ástaraldinsósu Vanillubúðingur eða Pannacotta kemur frá Ítalíu. Hægt er að bera eftirréttinn fram allan ársins hring en ástaraldinsósan gerir þennan rétt einstaklega sumarlegan og ljúffengan.500 ml rjómi100 g hvítt súkkulaði2 msk vanillusykur1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng2 plötur matarlím Aðferð Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við, í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. Ástaraldinsósa3 dl appelsínusafi3 dl sykur5 ástaraldinAðferð Sjóðið appelsínusafa og sykur saman við vægan hita. Bragðbætið sósuna með ástaraldin og hrærið þar til þið eruð sátt með þykktina á sósunni. Það er mikilvægt að kæla sósuna vel áður en þið ætlið að bera hana fram og er hún ljúffeng með vanillubúðingnum. Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Vanillubúðingur með ástaraldinsósuSumarlegur eftirréttur með ástaraldinsósu Vanillubúðingur eða Pannacotta kemur frá Ítalíu. Hægt er að bera eftirréttinn fram allan ársins hring en ástaraldinsósan gerir þennan rétt einstaklega sumarlegan og ljúffengan.500 ml rjómi100 g hvítt súkkulaði2 msk vanillusykur1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng2 plötur matarlím Aðferð Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við, í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. Ástaraldinsósa3 dl appelsínusafi3 dl sykur5 ástaraldinAðferð Sjóðið appelsínusafa og sykur saman við vægan hita. Bragðbætið sósuna með ástaraldin og hrærið þar til þið eruð sátt með þykktina á sósunni. Það er mikilvægt að kæla sósuna vel áður en þið ætlið að bera hana fram og er hún ljúffeng með vanillubúðingnum.
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira