Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 12:17 Árni Grétar er framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Valli „Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira