Fótbolti

Dortmund vann Bayern í vítakeppni - Bæjarar klúðruðu fjórum vítum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Borussia Dortmund  fagna.
Leikmenn Borussia Dortmund fagna. Vísir/EPA
Borussia Dortmund er komið í bikarúrslitaleikinn í þýska fótboltanum eftir sigur á Bayern München í undanúrslitum en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni.

Borussia Dortmund mætir annaðhvort Arminia Bielefeld eða Wolfsburg í úrslitaleiknum í Berlín 30.maí en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Leikurinn endaði 1-1 eftir að Dortmund jafnaði metin fimmtán mínútum fyrir leikslok.

Dortmund-liðið vann vítakeppnina 2-0 þar sem Bæjarar klikkuðu á öllum sínum fjórum vítaspyrnum.

Phillip Lahm og Xabi Alonso hittu ekki markið og Mitchell Langerak varði frá Mario Gotze. Manuel Neuer skaut síðan í slánna í fjórðu spyrnunni og Dortmund var búið að vinna.

Manuel Neuer varði þriðja víti Dortmund frá Mats Hummels en þeir Ilkay Gundogan og Sebastian Kehl höfðu áður skorað úr tveimur fyrstu vítaspyrnum Dortmund.

Robert Lewandowski kom Bayern í 1-0 á 30. mínútu en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði metin á 75. mínútu. Það var síðan ekkert skorað í framlengingunni en Kevin Kampl hjá Dormund fékk sitt annað gula spjald á 108. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×