Fótbolti

Real Madrid aftur bara tveimur stigum á eftir Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real menn fagna.
Real menn fagna. Vísir/Getty
Real Madrid minnkaði forystu Barcelona í tvö stig eftir 3-0 heimasigur á Almería í spænsku deildinni í kvöld.

Barcelona vann 6-0 stórsigur í gær og náði fimm stiga forskoti en Real-menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta í baráttunni um spænska meistaratitilinn.

Nú eru fjórar umferð eftir af deildarkeppninni og því tólf stig ennþá eftir í pottinum.

Lionel Messi skoraði tvö mörk í gær en Cristiano Ronaldo tókst ekki að bæta við mörkum í kvöld. Cristiano Ronaldo er samt ennþá með eins marks forskot en það er ekki minni spennan í baráttunni um Gullskóinn heldur en í baráttunni um titilinn.

Mörk Real Madrid skoruðu þeir James Rodríguez, Álvaro Arbeloa og annað markið var sjálfsmark.

Cristiano Ronaldo var nálægt því að skora í öðru og þriðja markinu en varnarmaður Almería setti boltann í eigið mark í fyrra tilfellinu en í því síðara var Álvaro Arbeloa á undan í boltann.

Það er hægt að sjá öll mörkin í leiknum hér fyrir neðan.





1-0 fyrir Real Madrid - James Rodríguez 2-0 fyrir Real Madrid - Sjálfsmark 3-0 fyrir Real Madrid - Álvaro Arbeloa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×