Fótbolti

Eggert Gunnþór og félagar í bikarúrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Vísir/Daníel
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í FC Vestsjælland eru komnir í bikarúrslitaleikinn í Danmörku þrátt fyrir 1-0 tap í seinni undanúrslitaleiknum við SönderjyskE í kvöld.

FC Vestsjælland vann fyrri leikinn á heimavelli 2-0 og þar með 2-1 samanlagt. þetta er í fyrsta sinn sem Vestsjælland kemst alla leið í bikarúrslitaleikinn.

Eggert Gunnþór Jónsson er ekki eini íslenski leikmaðurinn hjá Vestsjælland því unglingalandsliðsmarkvörðurinn Frederik Schram er varamarkvörður liðsins.

Johan Absalonsen skoraði eina mark leiksins strax á fimmtu mínútu leiksins en SönderjyskE náði ekki að bæta við marki síðustu 85 mínútur leiksins og þar með er Vestsjælland á leið í úrslitaleikinn á Parken.

Það má segja að mark Eggerts Gunnþórs hafi skilið á milli liðanna því hann skoraði annað marka Vestsjælland í fyrri leiknum.

Mótherjarnir í bikarúrslitaleiknum á Parken verða annaðhvort lið FC Kaupmannahafnar eða lið Esbjerg en þau gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og mætast aftur á morgun.

Vi er i pokalfinalen!!! #fcvfan #FCVestsjælland

A photo posted by FC Vestsjælland (@fcvestsjaelland) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×