Innlent

Bjarni tekur upp hanskann fyrir stjórnmálamenn landsins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“
"En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“ vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist telja sig knúinn til að taka upp hanskann fyrir stjórnmálamenn landsins í ljósi nýrrar könnunar MMR sem sýndi fram á það að fæstir telja helstu leiðtoga landsins heiðarlega.

Hann segir margar spurningar vakna við lestur könnunarinnar og veltir því fyrir sér hvers vegna fjölmiðlar hafi vitnað fyrirvaralaust til hennar „eins og vísindalegrar könnunar um mannkosti stjórnmálamanna sem gæfi rétta og sanngjarna mynd af stöðunni“.

Gefur lítið fyrir gagnrýni

Ráðherrann tjáði sig um málið á Facebook í kvöld. Hann segist enginn dómari í eigin sök en fullyrðir að hægt sé að treysta formönnum þingflokkanna. „Ég hef unnið með þeim öllum og þekki mörg hver orðið býsna vel. Þess vegna veit ég af eigin raun að þau geta unnið undir álagi, þau virða skoðanir annarra og eru heiðarlegt fólk sem maður getur treyst, svo nokkrir eiginleikar séu nefndir sem spurt var um,“ segir Bjarni.

Hann veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að halda því fram að einstaklingar sem sjálfir hafi stofnað stjórnmálaflokk og hlotið kosningu á þing ásamt fjölda þingmanna, séu ekki leiðtogar. Hvort sem þeir hafi fæðst sem slíkir eða ekki. „Og hvað er átt við þeirri spurningu – að vera fæddur leiðtogi? Hvernig fer sú mæling fram og hvenær, nákvæmlega?“

Sleggjudómar yfir stjórnmálastéttinni

Bjarni segir þunga dóma hafa verið fellda yfir stjórnmálastéttinni. Það tíðkist að nefna þá sem ákveðið hafi að helga sig starfi í þágu hagsmuna þjóðarinnar. „Niðurstaðan: Við eigum enga leiðtoga. Þess vegna er allt svo ömurlegt,“ segir hann.

„En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“

Færslu hans má sjá hér fyrir neðan.

Er hægt að mæla heiðarleika fólks með skoðanakönnun? Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun MMR sem birt var í gær...

Posted by Bjarni Benediktsson on 29. apríl 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×