Sölvi svarar fyrir sig: „Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum“ ingvar haraldsson skrifar 13. apríl 2015 14:12 Sölvi segir Guðmund vera varðhund kerfisins. vísir/valli Í síðustu viku tilkynnti fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason að hann væri hættur að greiða í lífeyrissjóð þar sem skammarlegt væri hve lágar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara væru. Í kjölfarið lét Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins og núverandi varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, Sölva heyra það og sagði hann stela af samborgurum sínum. Nú hefur Sölvi svarað fyrir sig í nýrri færslu á vefsvæðinu Spyr og segir að Guðmundur hafi staðfest allt sem fram kom í upprunalegum pistli sínum, en þar sagði: ,,Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra.” „Ótrúlegt nokk voru ekki liðnir nema nokkrir klukkutímar þegar einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, stökk úr fylgsni sínu,“ segir Sölvi í nýju færslunni.Sjá einnig: Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóðSölvi segir að almennt rífist hann ekki við fólk sem færi umræðuna á jafn lágt plan Guðmundur sem gagnrýndi Sölva fyrir „glanslífstíl“ á kostnað lífeyrisþega. „Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann semsagt að hundruða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki,“ segir fjölmiðlamaðurinn.Aldrei verið í aðstöðu til að stela peningum„Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun,“ segir Sölvi. Þá bætir Sölvi við að ef í óefni færi og hann gæti ekki lagt nógu mikið fyrir til elliáranna hefði hann gott fólk á bak við sig sem styddi hann í hans baráttu. Tengdar fréttir Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15 "Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í síðustu viku tilkynnti fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason að hann væri hættur að greiða í lífeyrissjóð þar sem skammarlegt væri hve lágar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara væru. Í kjölfarið lét Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins og núverandi varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, Sölva heyra það og sagði hann stela af samborgurum sínum. Nú hefur Sölvi svarað fyrir sig í nýrri færslu á vefsvæðinu Spyr og segir að Guðmundur hafi staðfest allt sem fram kom í upprunalegum pistli sínum, en þar sagði: ,,Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra.” „Ótrúlegt nokk voru ekki liðnir nema nokkrir klukkutímar þegar einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, stökk úr fylgsni sínu,“ segir Sölvi í nýju færslunni.Sjá einnig: Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóðSölvi segir að almennt rífist hann ekki við fólk sem færi umræðuna á jafn lágt plan Guðmundur sem gagnrýndi Sölva fyrir „glanslífstíl“ á kostnað lífeyrisþega. „Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann semsagt að hundruða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki,“ segir fjölmiðlamaðurinn.Aldrei verið í aðstöðu til að stela peningum„Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun,“ segir Sölvi. Þá bætir Sölvi við að ef í óefni færi og hann gæti ekki lagt nógu mikið fyrir til elliáranna hefði hann gott fólk á bak við sig sem styddi hann í hans baráttu.
Tengdar fréttir Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15 "Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15
"Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43