Sölvi svarar fyrir sig: „Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum“ ingvar haraldsson skrifar 13. apríl 2015 14:12 Sölvi segir Guðmund vera varðhund kerfisins. vísir/valli Í síðustu viku tilkynnti fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason að hann væri hættur að greiða í lífeyrissjóð þar sem skammarlegt væri hve lágar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara væru. Í kjölfarið lét Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins og núverandi varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, Sölva heyra það og sagði hann stela af samborgurum sínum. Nú hefur Sölvi svarað fyrir sig í nýrri færslu á vefsvæðinu Spyr og segir að Guðmundur hafi staðfest allt sem fram kom í upprunalegum pistli sínum, en þar sagði: ,,Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra.” „Ótrúlegt nokk voru ekki liðnir nema nokkrir klukkutímar þegar einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, stökk úr fylgsni sínu,“ segir Sölvi í nýju færslunni.Sjá einnig: Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóðSölvi segir að almennt rífist hann ekki við fólk sem færi umræðuna á jafn lágt plan Guðmundur sem gagnrýndi Sölva fyrir „glanslífstíl“ á kostnað lífeyrisþega. „Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann semsagt að hundruða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki,“ segir fjölmiðlamaðurinn.Aldrei verið í aðstöðu til að stela peningum„Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun,“ segir Sölvi. Þá bætir Sölvi við að ef í óefni færi og hann gæti ekki lagt nógu mikið fyrir til elliáranna hefði hann gott fólk á bak við sig sem styddi hann í hans baráttu. Tengdar fréttir Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15 "Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Í síðustu viku tilkynnti fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason að hann væri hættur að greiða í lífeyrissjóð þar sem skammarlegt væri hve lágar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara væru. Í kjölfarið lét Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins og núverandi varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, Sölva heyra það og sagði hann stela af samborgurum sínum. Nú hefur Sölvi svarað fyrir sig í nýrri færslu á vefsvæðinu Spyr og segir að Guðmundur hafi staðfest allt sem fram kom í upprunalegum pistli sínum, en þar sagði: ,,Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra.” „Ótrúlegt nokk voru ekki liðnir nema nokkrir klukkutímar þegar einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, stökk úr fylgsni sínu,“ segir Sölvi í nýju færslunni.Sjá einnig: Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóðSölvi segir að almennt rífist hann ekki við fólk sem færi umræðuna á jafn lágt plan Guðmundur sem gagnrýndi Sölva fyrir „glanslífstíl“ á kostnað lífeyrisþega. „Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann semsagt að hundruða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki,“ segir fjölmiðlamaðurinn.Aldrei verið í aðstöðu til að stela peningum„Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun,“ segir Sölvi. Þá bætir Sölvi við að ef í óefni færi og hann gæti ekki lagt nógu mikið fyrir til elliáranna hefði hann gott fólk á bak við sig sem styddi hann í hans baráttu.
Tengdar fréttir Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15 "Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15
"Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43