Sölvi svarar fyrir sig: „Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum“ ingvar haraldsson skrifar 13. apríl 2015 14:12 Sölvi segir Guðmund vera varðhund kerfisins. vísir/valli Í síðustu viku tilkynnti fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason að hann væri hættur að greiða í lífeyrissjóð þar sem skammarlegt væri hve lágar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara væru. Í kjölfarið lét Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins og núverandi varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, Sölva heyra það og sagði hann stela af samborgurum sínum. Nú hefur Sölvi svarað fyrir sig í nýrri færslu á vefsvæðinu Spyr og segir að Guðmundur hafi staðfest allt sem fram kom í upprunalegum pistli sínum, en þar sagði: ,,Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra.” „Ótrúlegt nokk voru ekki liðnir nema nokkrir klukkutímar þegar einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, stökk úr fylgsni sínu,“ segir Sölvi í nýju færslunni.Sjá einnig: Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóðSölvi segir að almennt rífist hann ekki við fólk sem færi umræðuna á jafn lágt plan Guðmundur sem gagnrýndi Sölva fyrir „glanslífstíl“ á kostnað lífeyrisþega. „Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann semsagt að hundruða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki,“ segir fjölmiðlamaðurinn.Aldrei verið í aðstöðu til að stela peningum„Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun,“ segir Sölvi. Þá bætir Sölvi við að ef í óefni færi og hann gæti ekki lagt nógu mikið fyrir til elliáranna hefði hann gott fólk á bak við sig sem styddi hann í hans baráttu. Tengdar fréttir Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15 "Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í síðustu viku tilkynnti fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason að hann væri hættur að greiða í lífeyrissjóð þar sem skammarlegt væri hve lágar lífeyrisgreiðslur til eldri borgara væru. Í kjölfarið lét Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins og núverandi varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, Sölva heyra það og sagði hann stela af samborgurum sínum. Nú hefur Sölvi svarað fyrir sig í nýrri færslu á vefsvæðinu Spyr og segir að Guðmundur hafi staðfest allt sem fram kom í upprunalegum pistli sínum, en þar sagði: ,,Þegar einhver vogar sér að gagnrýna eitthvað, stökkva upp varðhundar sem hegða sér eins og það sé verið að gagnrýna barnið þeirra.” „Ótrúlegt nokk voru ekki liðnir nema nokkrir klukkutímar þegar einn af þessum varðhundum, Guðmundur Gunnarsson, stökk úr fylgsni sínu,“ segir Sölvi í nýju færslunni.Sjá einnig: Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóðSölvi segir að almennt rífist hann ekki við fólk sem færi umræðuna á jafn lágt plan Guðmundur sem gagnrýndi Sölva fyrir „glanslífstíl“ á kostnað lífeyrisþega. „Það er hins vegar tilefni til að staldra aðeins við þegar Guðmundur, sem þekkir kerfið út og inn, ákveður að fara beint í að beita fyrir sig öryrkjum og láglaunafólki. Með eigin rökum viðurkennir hann semsagt að hundruða milljarða tap lífeyrissjóðanna eftir hrun sé borgað af öryrkjum og láglaunafólki,“ segir fjölmiðlamaðurinn.Aldrei verið í aðstöðu til að stela peningum„Ólíkt Guðmundi hef ég aldrei verið í stöðu til að stela peningum frá þessum hópum, en ég vona að ef ég hefði verið innanbúðarmaður í lífeyrissjóðakerfinu í áraraðir væri ég aðeins varkárari áður en ég sakaði fólk um að stela af samborgurum sínum. Þegar maður er með höndina upp að olnboga í nammikrukkunni og munnvikin útötuð af sykri getur verið þægilegt að benda í allar áttir, en allt sæmilega skynsamt fólk sér í gegnum það. Ef ekki væri um að ræða svo stóra hagsmuni væri hreinlega krúttlegt að horfa upp á þessa afneitun,“ segir Sölvi. Þá bætir Sölvi við að ef í óefni færi og hann gæti ekki lagt nógu mikið fyrir til elliáranna hefði hann gott fólk á bak við sig sem styddi hann í hans baráttu.
Tengdar fréttir Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15 "Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sölvi Tryggvason er hættur að borga í lífeyrissjóð: Segir lífeyrisgreiðslur skammarlega lágar Sölvi vill ekki að „fámenn klíka“ kaupi í pítsastöðum fyrir hans hönd. 8. apríl 2015 13:15
"Einhver ömurlegasta lágkúra sem maður hefur séð“ Guðmundur Gunnarsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Stafa, er ekki sáttur við Sölva Tryggvason, fjölmiðlamann, og sakar hann um að stela frá samborgurum sínum. 8. apríl 2015 20:43