Hvetjum alla til að kjósa 16. apríl 2015 13:45 Liðnar vikur hafa verið skemmtilegur tími í Háskóla Íslands. Í tengslum við kjör á nýjum rektor hefur farið fram áhugaverð og uppbyggjandi umræða um það hvernig við viljum sjá þessa mikilvægu menntastofnun þróast á komandi árum. Þrátt fyrir vísbendingar um að starfsfólk skólans sé orðið langþreytt á niðurskurði og óhóflegu vinnuálagi hefur tekist að skapa kröftuga umræðu um áhersluatriði og stefnumál. Rætt hefur verið um nýjar kennsluaðferðir sem samræmast betur breyttu samfélagi og mikilvægi þess að styrkja samband kennara og nemenda. Áhersla hefur verið lögð á að bæta aðstæður starfsmanna skólans, m.a. þess stóra hóps sem sinnir stundakennslu og kallað er eftir nýliðun í röðum kennara með fjölgun kennarastarfa. Jafnframt hefur verið rætt um leiðir til að bæta aðstæður til rannsókna með uppbyggingu innviða skólans. Á mánudaginn veljum við milli tveggja vel hæfra frambjóðenda, þeirra Guðrúnar Nordal og Jóns Atla Benediktssonar. Við sem skrifum þessa grein höfum þekkt Guðrúnu mislengi en líkt og svo margir aðrir höfum við hrifist af forystuhæfileikum hennar og útgeislun í þessari kosningabaráttu. Guðrún hefur einstaka hæfileika til að ná til fólks og fá það með sér. Hún hefur leitt Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum af einstökum skörungsskap. Mörgum er í fersku minni glæsilegt afmælisár Árna Magnússonar árið 2013, en í tengslum við það áttu starfsmenn stofnunarinnar samstarf bæði við fræðimenn í HÍ og ýmsa sem hafa skarað á einhvern hátt fram úr í íslensku samfélagi til að vekja athygli á Árna og handritunum. Einnig viljum við benda á að ásamt félögum sínum í vísinda- og tækniráði tókst Guðrúnu að sannfæra stjórnvöld um mikilvægi þess að auka fjárveitingar til vísindarannsókna á Íslandi verulega. Guðrún á að baki langan feril sem vísindamaður, hefur birt fjölmargar ritrýndar greinar og bækur hjá alþjóðlegum forlögum á fræðasviði sínu. Hún nýtur almennrar virðingar og viðurkenningar bæði hér heima og erlendis og hefur hún m.a. leitt stórt alþjóðlegt rannsóknaverkefni á sviði norrænna fornbókmennta. Hún hefur tekið þátt í margs konar alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu, er vandaður vísindamaður og hefur sýnt að hún fær fólk með sér í krefjandi verkefni. Hún leggur áherslu á opna og lýðræðislega umræðu og undir hennar stjórn teljum við að Háskóli Íslands geti vaxið og aðlagast kröfum framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Liðnar vikur hafa verið skemmtilegur tími í Háskóla Íslands. Í tengslum við kjör á nýjum rektor hefur farið fram áhugaverð og uppbyggjandi umræða um það hvernig við viljum sjá þessa mikilvægu menntastofnun þróast á komandi árum. Þrátt fyrir vísbendingar um að starfsfólk skólans sé orðið langþreytt á niðurskurði og óhóflegu vinnuálagi hefur tekist að skapa kröftuga umræðu um áhersluatriði og stefnumál. Rætt hefur verið um nýjar kennsluaðferðir sem samræmast betur breyttu samfélagi og mikilvægi þess að styrkja samband kennara og nemenda. Áhersla hefur verið lögð á að bæta aðstæður starfsmanna skólans, m.a. þess stóra hóps sem sinnir stundakennslu og kallað er eftir nýliðun í röðum kennara með fjölgun kennarastarfa. Jafnframt hefur verið rætt um leiðir til að bæta aðstæður til rannsókna með uppbyggingu innviða skólans. Á mánudaginn veljum við milli tveggja vel hæfra frambjóðenda, þeirra Guðrúnar Nordal og Jóns Atla Benediktssonar. Við sem skrifum þessa grein höfum þekkt Guðrúnu mislengi en líkt og svo margir aðrir höfum við hrifist af forystuhæfileikum hennar og útgeislun í þessari kosningabaráttu. Guðrún hefur einstaka hæfileika til að ná til fólks og fá það með sér. Hún hefur leitt Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum af einstökum skörungsskap. Mörgum er í fersku minni glæsilegt afmælisár Árna Magnússonar árið 2013, en í tengslum við það áttu starfsmenn stofnunarinnar samstarf bæði við fræðimenn í HÍ og ýmsa sem hafa skarað á einhvern hátt fram úr í íslensku samfélagi til að vekja athygli á Árna og handritunum. Einnig viljum við benda á að ásamt félögum sínum í vísinda- og tækniráði tókst Guðrúnu að sannfæra stjórnvöld um mikilvægi þess að auka fjárveitingar til vísindarannsókna á Íslandi verulega. Guðrún á að baki langan feril sem vísindamaður, hefur birt fjölmargar ritrýndar greinar og bækur hjá alþjóðlegum forlögum á fræðasviði sínu. Hún nýtur almennrar virðingar og viðurkenningar bæði hér heima og erlendis og hefur hún m.a. leitt stórt alþjóðlegt rannsóknaverkefni á sviði norrænna fornbókmennta. Hún hefur tekið þátt í margs konar alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu, er vandaður vísindamaður og hefur sýnt að hún fær fólk með sér í krefjandi verkefni. Hún leggur áherslu á opna og lýðræðislega umræðu og undir hennar stjórn teljum við að Háskóli Íslands geti vaxið og aðlagast kröfum framtíðarinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar