Innlent

Vestmannaeyjabær greitt rúma 5 milljarða af skuldum frá árinu 2006

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tekjur sveitarfélagsins námu 4.084 milljónum króna en útgjöld 3.999 milljónum króna.
Tekjur sveitarfélagsins námu 4.084 milljónum króna en útgjöld 3.999 milljónum króna. Vísir/Pjetur
Rekstrarafkoma Vestmannaeyjabæjar var jákvæð um 85 milljónir á króna á árinu 2014 samkvæmt ársreikningum bæjarins.

Tekjur sveitarfélagsins námu 4.084 milljónum króna en útgjöld 3.999 milljónum króna. Tekjurnar dragast saman 42 milljónir á milli ára og munar þar mest um að tekjur vegna útsvars lækka nokkuð, að því er segir í tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að á seinustu 8 árum, eða frá árinu 2006, hefur Vestmannaeyjabær greitt niður skuldir fyrir 5,3 milljarða króna. Skuldir á hvern íbúa eru því nú um 130 þúsund krónur en bærinn stefnir að því að verða skuldlaus við lánastofnanir á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×