Innlent

Forsetanum hefur ekki verið boðið til Rússlands

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ólafur Ragnar mun ekki fagna með Rússum til að minnast lokum seinni heimstyrjaldarinnar.
Ólafur Ragnar mun ekki fagna með Rússum til að minnast lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Vísir/Anton
Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki taka þátt í hátíðarhöldum í Moskvu í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar.



„Það er enginn fótur fyrir þessari frétt,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari aðspurður hvort fréttir af því að forseti Íslands sé á leið til Moskvu séu réttar. 



Örnólfur segir að forsetinn hafi ekki fengið boð til að taka þátt í hátíðarhöldunum.



DV sagði frá því í morgun að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefði þegið boð rússneskra stjórnvalda og vitnaði í frétt rússnesku síðunnar TASS. Þar segir að Ísland hafi ákveðið að taka þátt í hluta dagskrárinnar sem verður í tilefni hátíðahaldanna. 



Þær þjóðir sem þar eru sagðar hafa boðað komu sína eru meðal annars Kína, Indland, Suður Afríka, Víetnam, Norður-Kórea og Tékkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×