Óundirbúinn borgarstjóri slær sér á brjósti Óttarr Guðlaugsson skrifar 18. apríl 2015 14:31 Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir af íbúum Grafarholts- og Úlfarsárdals sáu sér fært að mæta til fundar með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á fimmtudag en hátt í þriðja hundrað manns voru þar samankomnir til að hlusta á borgastjórann ræða um málefni hverfisins. Á meðal þess sem fram kom í erindi Dags á fundinum var að borgaryfirvöld hyggðust fara út í gríðarlegar byggingaframkvæmdir í hverfinu á næstu árum og raunar lýsti borgarstjórinn því ítrekað sem svo að þetta yrðu stærstu byggingaframkvæmdir í sögu Reykjavíkurborgar. Sjálfur leyfi ég mér að efast um réttmæti slíkra fullyrðinga enda þyrftu fyrrnefndar framkvæmdir þá að vera stærri en t.d. Hellisheiðavirkjun sem kostaði í kringum 100 milljarða króna, Harpa sem kostaði litla 33-37 milljarða króna (en borgin bar 46% af þeim kostnaði) og svo auðvitað höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur sem kostuðu borgarbúa á milli 9-10 milljarða á núvirði að mig minnir. Þessar fullyrðingar borgarstjórans virkuðu því þannig á mig að borgarstjórinn væri að berja sér um brjóst með innantómum slagorðum frekar en að hann hygðist raunverulega lyfta einhverju grettistaki í málefnum hverfisins. Borgarstjórinn minntist oftar en einu sinni á kostaðinn við byggingarnar en aldrei nefni hann þó, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar fundarmanna, hvað ætti að koma á móti upp í þann kostnað, eins og t.d. sala á byggingalóðum, landsvæði FRAM í Safamýri eða mögulega sá sparnaður sem borgin hefur hlotið af því að standa ekki við gerða samninga við FRAM og íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals á síðustu árum. Tölur yfir þennan sparnað hljóta að vera til í ráðhúsi borgarinnar en eitthvað segir mér þó að borgarmeirihlutinn sé tregur til að ræða þær. Þá kom það mér mjög á óvart hversu illa undirbúinn borgarstjórinn var fyrir íbúafundinn. Hann virtist vera afar illa að sér í málefnum hverfisins, sem verður að teljast skrýtið í ljósi alls þess sem á undan er gengið, og sagðist m.a. ekki kannast við fyrirhugaða íbúabyggð við Reynisvatn – Íbúabyggð sem sett var inn í nýsamþykkt aðalskipulag borgarinnar þrátt fyrir ítrekuð og hávær mótmæli íbúa hverfisins sem vildu losna við reit Þ103 úr fyrrnefndu skipulagi (sjá hér). Þá átti hann erfitt með að svara spurningum íbúa um skort á grunnþjónustu, t.d. voru tún slegin aðeins einu sinni í fyrra og enn bólar ekkert á leikvelli við Reynisvatnsás sem byggja átti fyrir ári síðan. Loks var ekki annað að sjá en að íbúar hverfisins hafi verið slegnir þegar þeir heyrðu borgarstjórann reyna að sannfæra þá um mikilvægi þess að uppbygging útisundlaugar við Sundhöll Reykjavíkur yrði kláruð á undan uppbyggingu sundlaugar í Grafarholti- og Úlfarsárdal, hverfi þar sem enga sundlaug er að finna og grunnskólabörnum hefur árum saman verið ekið í rútu Árbæ, Grafarvog og nú til Mosfellsbæjar til að stunda skólasund. Af einhverjum ástæðum virtust íbúar hverfisins ekki spenntir fyrir því að þetta ófremdarástand héldi áfram til ársins 2022 og raunar virtist sú óánægja koma flatt upp á borgarstjórann sem eflaust hefur talið sjálfsagt að íbúar hverfisins sýndu því skilning að gæluverkefni í miðbæ borgarinnar njóti forgangs yfir lögbundna grunnþjónustu í úthverfunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sundhöllin í Reykjavík stendur í íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal „Er það vegna þess að þú býrð í miðbænum?“ spurði íbúi í Grafarholti og Úlfarsárdal á íbúafundi með borgarstjóranum í Reykjavík í kvöld. 16. apríl 2015 22:45 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir af íbúum Grafarholts- og Úlfarsárdals sáu sér fært að mæta til fundar með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á fimmtudag en hátt í þriðja hundrað manns voru þar samankomnir til að hlusta á borgastjórann ræða um málefni hverfisins. Á meðal þess sem fram kom í erindi Dags á fundinum var að borgaryfirvöld hyggðust fara út í gríðarlegar byggingaframkvæmdir í hverfinu á næstu árum og raunar lýsti borgarstjórinn því ítrekað sem svo að þetta yrðu stærstu byggingaframkvæmdir í sögu Reykjavíkurborgar. Sjálfur leyfi ég mér að efast um réttmæti slíkra fullyrðinga enda þyrftu fyrrnefndar framkvæmdir þá að vera stærri en t.d. Hellisheiðavirkjun sem kostaði í kringum 100 milljarða króna, Harpa sem kostaði litla 33-37 milljarða króna (en borgin bar 46% af þeim kostnaði) og svo auðvitað höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur sem kostuðu borgarbúa á milli 9-10 milljarða á núvirði að mig minnir. Þessar fullyrðingar borgarstjórans virkuðu því þannig á mig að borgarstjórinn væri að berja sér um brjóst með innantómum slagorðum frekar en að hann hygðist raunverulega lyfta einhverju grettistaki í málefnum hverfisins. Borgarstjórinn minntist oftar en einu sinni á kostaðinn við byggingarnar en aldrei nefni hann þó, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar fundarmanna, hvað ætti að koma á móti upp í þann kostnað, eins og t.d. sala á byggingalóðum, landsvæði FRAM í Safamýri eða mögulega sá sparnaður sem borgin hefur hlotið af því að standa ekki við gerða samninga við FRAM og íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals á síðustu árum. Tölur yfir þennan sparnað hljóta að vera til í ráðhúsi borgarinnar en eitthvað segir mér þó að borgarmeirihlutinn sé tregur til að ræða þær. Þá kom það mér mjög á óvart hversu illa undirbúinn borgarstjórinn var fyrir íbúafundinn. Hann virtist vera afar illa að sér í málefnum hverfisins, sem verður að teljast skrýtið í ljósi alls þess sem á undan er gengið, og sagðist m.a. ekki kannast við fyrirhugaða íbúabyggð við Reynisvatn – Íbúabyggð sem sett var inn í nýsamþykkt aðalskipulag borgarinnar þrátt fyrir ítrekuð og hávær mótmæli íbúa hverfisins sem vildu losna við reit Þ103 úr fyrrnefndu skipulagi (sjá hér). Þá átti hann erfitt með að svara spurningum íbúa um skort á grunnþjónustu, t.d. voru tún slegin aðeins einu sinni í fyrra og enn bólar ekkert á leikvelli við Reynisvatnsás sem byggja átti fyrir ári síðan. Loks var ekki annað að sjá en að íbúar hverfisins hafi verið slegnir þegar þeir heyrðu borgarstjórann reyna að sannfæra þá um mikilvægi þess að uppbygging útisundlaugar við Sundhöll Reykjavíkur yrði kláruð á undan uppbyggingu sundlaugar í Grafarholti- og Úlfarsárdal, hverfi þar sem enga sundlaug er að finna og grunnskólabörnum hefur árum saman verið ekið í rútu Árbæ, Grafarvog og nú til Mosfellsbæjar til að stunda skólasund. Af einhverjum ástæðum virtust íbúar hverfisins ekki spenntir fyrir því að þetta ófremdarástand héldi áfram til ársins 2022 og raunar virtist sú óánægja koma flatt upp á borgarstjórann sem eflaust hefur talið sjálfsagt að íbúar hverfisins sýndu því skilning að gæluverkefni í miðbæ borgarinnar njóti forgangs yfir lögbundna grunnþjónustu í úthverfunum.
Sundhöllin í Reykjavík stendur í íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal „Er það vegna þess að þú býrð í miðbænum?“ spurði íbúi í Grafarholti og Úlfarsárdal á íbúafundi með borgarstjóranum í Reykjavík í kvöld. 16. apríl 2015 22:45
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun