Innlent

Skíðasvæðin víða opin í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Mögulegt er að eitthvað hvessi seinnipartinn.
Mögulegt er að eitthvað hvessi seinnipartinn. Vísir/Vilhelm
Opið verður í Skálafelli frá klukkan 10 til 17 í dag. Fínt er í veðri en möguleiki á að fari að hvessa seinnipartinn. Heiðskírt og 10 stiga frost og gestir því hvattir til að klæða sig vel. „Færið er frábært, allar brautir troðnar og flott park. Göngubraut 5 km verður lögð kl 10.“

Bláfjöll: „Lokað er eins og er í Bláfjöllum. Hér er farið að blása yfir 20m/sek uppi. Nýjar upplýsingar koma kl. 10.“

Hlíðarfjall á Akureyri: „Í dag skírdag er opið frá kl 09:00 til kl 16:00 aðstæður eru eins góðar og þær geta orðið. Kalt og frábært færi.“

Skíðasvæðið í Stafdal: Opið frá klukkan 10 til 16. „Það er bjart og fallegt veður, talsvert frost og stefnir í góðan dag.“

Siglufjörður:  Opið í dag frá klukkan 10 til 16. „Veðrið er bara frábært SA gola, frost 6 stig, heiðskírt og sólin baðar okkur í dag. Færið er troðinn þurr snjór og er meiriháttar færi bæði troðnum brautum og utan við. Göngubraut er tilbúinn á Hólssvæði.“

Ísafjörður: Í Tungudal er opið milli klukkan 10 og 17 og á Seljalandsdal frá klukkan 10.  Veður er gott, austan 4 m/s og -7°, gert er ráð fyrir sól í dag. Í dag er skíðaskotfimi sem dagskrárliður af skíðaviku og hefst keppni klukkan 12 þar sen öllum er frjálst að taka þátt sem náð hafa 15 ára aldri.

Tindastóll: Skíðasvæðið í Tindastóll verður opið frá klukkan 10 til 16 í dag. Það kom ný sending af púðursnjó á svæðið í gær svo færið verður æðislegt í dag. Veður klukkan 9:15 A 6 m/sek, -9c og heiðskírt.

Dalvík: Opið milli klukkan 10 og 17. „Þessi dagur tekur vel á móti okkur með sól og logni og færið yndislegt þ.e. nýtroðnar brekkur og púðursnjór um allt.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×