Innlent

Sex fíkniefnamál í borginni í nótt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Lögreglan tók tvo ökumenn úr umferð í gær vegna fíkniefnaaksturs.
Lögreglan tók tvo ökumenn úr umferð í gær vegna fíkniefnaaksturs. Vísir/HARI
Tæplega tvítugur karlmaður var handtekinn í miðborginni laust fyrir klukkan tvö í nótt eftir að hafa hrækt á dyravörð fyrir utan skemmtistað. Maðurinn lét ófriðlega að sögn lögreglu og var handtekinn. Hann gistir nú fangeymslu.

Sex fíkniefnamál komu upp í borginni í nótt. Í öllum tilfellum var fólk með lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum og voru málin afgreitt með vattvangsskýrslu.

Þá voru tveir ökumenn teknir úr umferð eftir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×