Innlent

Erfitt að vera foreldri í hjólastól vegna slæms aðgengis

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fatlaður afreksíþróttamaður segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu slæmt aðgengi fyrir fatlaða er víðast hvar á landinu fyrr en hann varð faðir, og þurfti að fylgja börnum sínum á ýmiskonar æfingar og viðburði. Hann segir mikilvægt að koma upp sérstöku aðgengiseftirliti.

Í fréttum okkar í gær sögðum við frá ferð Brands Bjarnasonar Karlssonar í kringum landið, sem farin var til að vekja athygli á slæmu aðgengi fyrir fatlaða.

Arnar Helgi Lárusson hefur verið í hjólastól síðan hann lenti í mótorhjólaslysi fyrir þrettán árum en er í dag fatlaður afreksíþróttamaður. Hann tekur undir gagnrýni Brands en segist sjálfur ekki hafa fundið almennilega fyrir því hversu slæmt aðgengið er fyrr en hann varð faðir, og fór að mæta á viðburði og æfingar með börnum sínum, sem eru fimm ára tvíburarar og níu ára drengur. Nýlega fór hann til dæmis með son sinn á körfuboltaæfingu sem var á annarri hæð íþróttahússins í Njarðvík. Lyftan var í húsinu en hún var notuð sem geymsla og því gat hann ekki notað hana. 

Arnar segir í flestum tilfellum sé um algjört hugsunarleysi að ræða. Brýnt sé að koma upp eftirliti, þar sem fylgst verði með því að aðgengi sé í lagi.

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×