Innlent

Gífurlegur erill hjá lögreglu

Vísir/Kolbeinn Tumi
Allir fangaklefar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru setnir vegna ýmissa mála sem komu upp í nótt og í morgun. Í skeyti frá lögreglu segir að eitthvað hafi verið um innbrot, ölvun við akstur þar sem tjón varð og fíkniefnamál sem ekki var unnt að afgreiða á vettvangi vegna frekari rannsókna.

Mikill erill var hjá lögreglunni og klukkan sjö í morgun voru þeir enn taka við verkefnum í miðbænum. Þó svo að skemmtistaðir hafi lokað klukkan þrjú virðist  gleðin hafa færst í heimahús.

Nokkur minniháttar fíkniefnamál komu upp í nótt sem afgreidd voru á vettvangi, nokkuð um ölvunar og fíkniefnaakstur, auk afskipta af ölvuðum gestum borgarinnar og hávaðaútköll í heimahúsum.

Í niðurlagi lögregluskýrslu segir orðrétt: „Hefði maður haldið að kvikmyndaúrvalið á sjónvarpsrásum, sófi, teppi ásamt páskaeggjaáti hefði átt að eiga hug flestra, en einhver misbrestur var á því í nótt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×