Innlent

Vonarstræti verður endursýnd vegna tæknilegra mistaka

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr kvikmyndinni Vonarstræti.
Úr kvikmyndinni Vonarstræti.
Til stendur að endursýna kvikmyndina Vonarstræti á RÚV eftir tæknileg mistök við útsendingu í gær. Hvorki hljóð né íslenskur texti fylgdi myndinni á réttum tíma.

Í frétt á vef RÚV segir að vegna tæknilegra mistaka hafi kvikmyndin ekki verið í réttum hlutföllum í upphafi sýningar í gærkvöldi. Þegar þessi hlutföll voru leiðrétt hafi hljóð farið úr skorðum og texti hliðrast.

Í fréttinni segir þó að útsendingin hafi heppnast á HD-rás RÚV. Haft er eftir Skarphéðni Guðmundssyni að Vonarstræti verði endursýnd við fyrsta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×