Innlent

Settu upp sáttafund á milli geranda og þolanda heimilisofbeldis á Suðurlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan segir málið hafa verið unnið eftir verklagi sem lögreglan hefur áður sett upp.
Lögreglan segir málið hafa verið unnið eftir verklagi sem lögreglan hefur áður sett upp. Vísir/Stefán
Lögreglan á Suðurlandi var kölluð til vegna heimilisofbeldis föstudaginn langa. Þar hafði karlmaður ráðist á sambýliskonu sína sem hlaut af því minni háttar áverka. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn handtekinn og yfirheyrður en lögreglan segir málið hafa verið unnið eftir verklagi sem lögreglan hefur áður sett upp.

Í því felst meðal annars að haldinn er sáttafundur með aðilum málsins sem gert var í þessum tilviki en að honum komu, ásamt lögreglu, verjandi, réttargæslumaður og fulltrúi félagsmálayfirvalda. Eftirfylgniaðilar munu að viku liðinni fara yfir stöðuna með sambýlisfólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×