Innlent

Flugi frestað og aflýst vegna veðurs

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Flugi til Akureyrar og Egilsstaða verið frestað og verður kannað klukkan 17:15 með flug þangað.
Flugi til Akureyrar og Egilsstaða verið frestað og verður kannað klukkan 17:15 með flug þangað. Vísir/Valli
Flugfélag Íslands hefur fellt niður flug frá Reykjavík til Ísafjarðar vegna veðurs. Þá hefur flugi til Akureyrar og Egilsstaða verið frestað. Kanna á aftur klukkan 17:15 með flug á þá staði.

Flugfélagið Ernir hefur einnig aflýst öllu innanlandsflugi það sem eftir er af degi. Hvassviðri gengur yfir landið en hvassast er við suður- og vesturströndina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×