Wambach og Morgan: Gervigras er ömurlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2015 23:15 Abby Wambach fagnar með Alex Morgan. vísir/getty HM kvenna í fótbolta hefst í byrjun júní en eins og áður hefur verið greint frá verður spilað á gervigrasi á stórmóti fullorðinna í fyrsta sinn.FIFA þurfti að þola mikla gagnrýni fyrir ákvörðun sína, en þrátt fyrir mikil mótmæli var ákvörðunin ekki dregil til baka. Faye White, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, velti fyrir sér í viðtali við BBC á síðasta ári hvort konur væru orðin einhver tilraunadýr. Bandaríska landsliðið barðist harðast á móti þessu og lagði fram kæru gegn FIFA. Kæran barst þó of seint og verður því spilað á gervigrasi. „Þetta er mjög pirrandi,“ segir Abby Wambach, markahæsta landsliðskona sögunnar, í hlaðvarpi Bill Simmons á vefsíðunni Grantland. Hún og Alex Morgan, félagi Wambach í framlínunni, ræddu við Simmons um bandaríska landsliðið. Báðar eru þær ósáttar við gervigrasið. „Gervigras er ömurlegt. Það þarf einhver að byrja með kassmerkið gervigras er ömurlegt [á twitter],“ segir Morgan. „Þetta eru sjö 90 mínútna leikir. Það er mikið af mínútum og það á gervigrasi. Þess vegna þurfum við að gera mikið af skiptingum og leikmenn verða að vera klárir því við ætlum okkur að spila sjöunda leikinn,“ bætir Wambach við. „Þetta er hræðilegt. Við kærðum FIFA og kandadíska knattspyrnusambandið en þau drógu þetta á langinn því tæknilega séð kærðum við aðeins of seint.“ Morgan benti svo á að mörg fyrirtæki sem leggja gras á knattspyrnuvelli hafi boðist til að gefa gras á vellina sem spilað verður á í Kanada. „FIFA vildi bara ekki gefa sig,“ segir Wambach. „Þetta verður sárt. Sjö leikir á þremur vikum á hvernig undirlagi sem er verður erfitt en sérstaklega á gervigrasi.“ „Þetta snýst ekki bara um verkina heldur er verið að stofna ferlum ungra leikmanna í hættu vegna meiðslanna sem þeir geta orðið fyrir,“ segir Wambach. Viðtalið má sjá hér að neðan en umræðan um gervigrasið hefst eftir um 35 mínútur. Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
HM kvenna í fótbolta hefst í byrjun júní en eins og áður hefur verið greint frá verður spilað á gervigrasi á stórmóti fullorðinna í fyrsta sinn.FIFA þurfti að þola mikla gagnrýni fyrir ákvörðun sína, en þrátt fyrir mikil mótmæli var ákvörðunin ekki dregil til baka. Faye White, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, velti fyrir sér í viðtali við BBC á síðasta ári hvort konur væru orðin einhver tilraunadýr. Bandaríska landsliðið barðist harðast á móti þessu og lagði fram kæru gegn FIFA. Kæran barst þó of seint og verður því spilað á gervigrasi. „Þetta er mjög pirrandi,“ segir Abby Wambach, markahæsta landsliðskona sögunnar, í hlaðvarpi Bill Simmons á vefsíðunni Grantland. Hún og Alex Morgan, félagi Wambach í framlínunni, ræddu við Simmons um bandaríska landsliðið. Báðar eru þær ósáttar við gervigrasið. „Gervigras er ömurlegt. Það þarf einhver að byrja með kassmerkið gervigras er ömurlegt [á twitter],“ segir Morgan. „Þetta eru sjö 90 mínútna leikir. Það er mikið af mínútum og það á gervigrasi. Þess vegna þurfum við að gera mikið af skiptingum og leikmenn verða að vera klárir því við ætlum okkur að spila sjöunda leikinn,“ bætir Wambach við. „Þetta er hræðilegt. Við kærðum FIFA og kandadíska knattspyrnusambandið en þau drógu þetta á langinn því tæknilega séð kærðum við aðeins of seint.“ Morgan benti svo á að mörg fyrirtæki sem leggja gras á knattspyrnuvelli hafi boðist til að gefa gras á vellina sem spilað verður á í Kanada. „FIFA vildi bara ekki gefa sig,“ segir Wambach. „Þetta verður sárt. Sjö leikir á þremur vikum á hvernig undirlagi sem er verður erfitt en sérstaklega á gervigrasi.“ „Þetta snýst ekki bara um verkina heldur er verið að stofna ferlum ungra leikmanna í hættu vegna meiðslanna sem þeir geta orðið fyrir,“ segir Wambach. Viðtalið má sjá hér að neðan en umræðan um gervigrasið hefst eftir um 35 mínútur.
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira