Körfubolti

Damon Johnson fyrr og nú

Lengi lifir í gömlum glæðum. Það á svo sannarlega við í tilfelli Keflvíkingsins Damon Johnson.

Hann er nýorðinn 41 árs gamall og er þrátt fyrir háan íþróttaaldur enn í lykilhlutverki í liði Keflavíkur og hefur spilað frábærlega í vetur.

Hann spilaði fyrst á Íslandi árið 1996 og var þá fljótt í sérflokki og raðaði inn titlum með Keflavík. Það áttu ekki margir von á því að hann myndi bjóða upp á þá spilamennsku í vetur sem hann hefur skilað.

Garðar Örn Arnarson tók saman skemmtilega syrpu með Damon fyrr og nú. Það er síðan Queen sem leikur fyrir dansi.

Syrpuna má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.