Löggan segir brandara og broskallarnir hrannast upp Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2015 13:26 Facebookvinir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kútveltast margir svo fyndin og skemmtileg er löggan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur Facebooksíðu, sem óvíst er hvaða tilgangi á að þjóna, því þar kennir ýmissa grasa: Er þetta upplýsingasíða eða liður í ímyndarsköpun lögreglunnar? Er við hæfi að lögreglan segi sjálf af sér fréttir? En, slíkar spurningar eru ekki að flækjast fyrir þeim sem fylgjast með gangi mála á samskiptamiðlunum. Nú fyrir stundu var lögreglumaður sem stendur Facebookvaktina í brandarastuði og sagði gamansögu; Hafnfirðingabrandara, sem sem tengist sólmyrkvanum. Brandarinn hefur fallið í kramið, heldur betur, því margir hafa deilt brandaranum sem er svohljóðandi: „Á tíunda tímanum í morgun hringdu á lögreglustöðina í Hafnarfirði skelfingu losnir íbúar þessa hýra Hafnarfjarðar sem hafa vanist því að horfa á móti sól. Á örskömmum tíma dró fyrir sólu og því eru íbúar þessa hýra bæjarfélags alls ekki vanir. Ekki er enn ljóst hvað olli þessu skammdegi en rannsókn málsins stendur enn yfir. Hafa allir starfsmenn rannsóknardeildarinnar unnið hörðum höndum við að reyna upplýsa málið en ekki er talið að um mannfall sé að ræða. Málið er litið mjög alvarlegum augum enda á það sér ekkert fordæmi að sólin láti ekki sjá sig hér í Hafnarfirði. Frekari upplýsinga er að vænta vonandi fljótlega.“ Facebookvinir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kútveltast margir hverjir af hlátrinum einum saman: „Bwahahahahaha...“ og broskallarnir hrannast inn á athugasemdasvæðið. Þegar hafa tæplega 100 manns deilt brandaranum og þúsund lýst yfir velþóknun sinni. Og samkvæmt því virðast margir kunna vel að meta þetta til þess að gera nýja hlutverk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Innlegg frá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rekur Facebooksíðu, sem óvíst er hvaða tilgangi á að þjóna, því þar kennir ýmissa grasa: Er þetta upplýsingasíða eða liður í ímyndarsköpun lögreglunnar? Er við hæfi að lögreglan segi sjálf af sér fréttir? En, slíkar spurningar eru ekki að flækjast fyrir þeim sem fylgjast með gangi mála á samskiptamiðlunum. Nú fyrir stundu var lögreglumaður sem stendur Facebookvaktina í brandarastuði og sagði gamansögu; Hafnfirðingabrandara, sem sem tengist sólmyrkvanum. Brandarinn hefur fallið í kramið, heldur betur, því margir hafa deilt brandaranum sem er svohljóðandi: „Á tíunda tímanum í morgun hringdu á lögreglustöðina í Hafnarfirði skelfingu losnir íbúar þessa hýra Hafnarfjarðar sem hafa vanist því að horfa á móti sól. Á örskömmum tíma dró fyrir sólu og því eru íbúar þessa hýra bæjarfélags alls ekki vanir. Ekki er enn ljóst hvað olli þessu skammdegi en rannsókn málsins stendur enn yfir. Hafa allir starfsmenn rannsóknardeildarinnar unnið hörðum höndum við að reyna upplýsa málið en ekki er talið að um mannfall sé að ræða. Málið er litið mjög alvarlegum augum enda á það sér ekkert fordæmi að sólin láti ekki sjá sig hér í Hafnarfirði. Frekari upplýsinga er að vænta vonandi fljótlega.“ Facebookvinir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kútveltast margir hverjir af hlátrinum einum saman: „Bwahahahahaha...“ og broskallarnir hrannast inn á athugasemdasvæðið. Þegar hafa tæplega 100 manns deilt brandaranum og þúsund lýst yfir velþóknun sinni. Og samkvæmt því virðast margir kunna vel að meta þetta til þess að gera nýja hlutverk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Innlegg frá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira