Innlent

Stolið úr innrituðum farangri

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Nokkuð hefur borið á því á undanförnum árum að hnuplað sé úr farangri sem innritaður hefur verið í flug. Á síðasta ári bárust íslenskum tryggingafélögum nokkrir tugir tilkynninga um slík tjón. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista.

Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum Sjóvá og Vís voru tilfellin á síðasta ári færri en árið á undan, þrátt fyrir að utanferðum Íslendinga hafi á sama tíma fjölgað um tæplega tíund.

Ekki er hægt að greina mun á fjölda tilfella eftir því hvort flogið er til og frá Íslandi eða milli tveggja erlendra flugvalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×