Innlent

250 börnum sleppt úr haldi uppreisnarmanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Tvö hundruð og fimmtíu börnum hefur verið sleppt úr haldi suður-súdanskra uppreisnarmanna. Börnin höfðu verið neydd í hernað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Barnastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Til stendur að sleppa fjögur hundruð börnum til viðbótar á næstu dögum í samræmi við samning við þarlend stjórnvöld en alls eru þrjú þúsund börn í haldi uppreisnarmannanna.

Hátt í tólf þúsund börn berjast nú í borgarastyrjöldinni sem ríkir í Suður-Súdan. Hún hefur staðið yfir frá því í desember 2013 og hafa hundruð þúsunda beðið bana og milljónir eru hjálparþurfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×