Innlent

Taka vel í hugmyndina um kosningabandalag

þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar

Formenn stjórnarandstöðunnar taka almennt vel í hugmyndir Birgittu Jónsdóttur kapteins Pírata um kosningabandalag stjórnarandstöðunnar. Birgitta viðraði þessar hugmyndir í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG segir að hugmyndir um að setja stjórnarskrármálið og aðildarviðræður í öndvegi í slíku samstarfi rími ágætlega við áherslur VG. Hún segist fylgjandi þeirri stefnu að flokkar gefi upp mögulega samstarfsflokka fyrir kosningar en kosningabandalag gangi út á það. Hún minnir þó á að fyrst þurfi að koma ríkisstjórninni frá völdum.

Formaður Samfylkingarinnar segir siðferðislega skyldu stjórnarandstöðu að reyna stjórnarmyndun falli ríkisstjórn í kosningum. Hann segist hlynntur frekara samstarfi, í hvaða formi sem það verður, og muni ræða það á vettvangi flokksins.

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist hafa heyrt margt vitlausara, hann sé til í að skoða þetta með opnum huga. Það sé ekki mikil hefð fyrir pólitískum blokkum á Íslandi og ef það myndist stemmning fyrir því sé það flott og hann sé bjartsýnn á að það gerist í tilfelli þessara flokka. Ríkisstjórnin sé líka að hjálpa til. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.