Vantar þrjú þúsund iðnaðarmenn á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2015 19:56 Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira