Innlent

Ungmenni neyttu fíkniefna í bíl við Kauptún

Atli Ísleifsson skrifar
Á fimmta tímanum í nótt var bifreið svo stöðvuð í Ártúnsbrekku.
Á fimmta tímanum í nótt var bifreið svo stöðvuð í Ártúnsbrekku. Vísir/Róbert
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni við Kauptún í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um ungmenni við neyslu fíkniefna íbílnum.

„Ökumaðurinn er 17 ára og grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.  Annar farþeginn er aðeins 15 ára og var málið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar.“

Á fimmta tímanum í nótt var bifreið svo stöðvuð í Ártúnsbrekku.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×