Innlent

Hótaði lögreglumönnum lífláti eftir að þeir tóku hann fyrir ölvunarakstur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði för mannsins en hann veitti mótspyrnu við handtöku og fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa bifreiðina þegar hann var beðinn um það.
Lögreglan stöðvaði för mannsins en hann veitti mótspyrnu við handtöku og fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa bifreiðina þegar hann var beðinn um það. Vísir/Getty
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 51 árs gömlum karlmanni fyrir umferðarlagabrot, lögreglulagabrot og hegningarlagabrot sem rekja má til þess að hann var tekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í apríl í fyrra.

Lögreglan stöðvaði för mannsins en hann veitti mótspyrnu við handtöku og fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa bifreiðina þegar hann var beðinn um það. Maðurinn keyrði þvert á móti af stað og ók um sextíu metra, en annar lögreglumannanna sem stöðvaði hann var þá kominn hálfur inn í bílinn. Ætlaði hann að handtaka manninn og koma í veg fyrir að hann keyrði lengra.

Eftir að maðurinn var handtekinn hafði hann í hótunum við lögreglumennina tvo sem stöðvuðu för hans. Hafði hann bæði uppi líflátshótanir og hótanir um líkamsmeiðingar í lögreglubílnum og á lögreglustöðinni á Hverfisgötu þegar þangað var komið.

Mál ríkissaksóknara gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×