Græðum á gleðinni Margrét G. Thoroddsen skrifar 27. mars 2015 19:46 Fyrir mér er skóli ótal margt. Skóli er staður þar sem nám fer fram. Skóli er staður þar sem fundnar eru lausnir. Skóli er staður þar sem öll börn eru velkomin. Staður þar sem börn fá frið til að vera þau sjálf og er tekið sem þeim sjálfum. Þar sem þau fá tækifæri til að upplifa hvernig er að vera hluti af heild. Skóli er staður sem börn eiga að hlakka til að koma á, staður sem þeim líður vel á og fá að upplifa ró og næði fyrir áreiti samfélagsins. Ég, sem vinn í skóla, á að gera mitt besta til að skólinn minn verði allt þetta og meira til. Til þess að börn öðlist jákvæða mynd af skólanum sínum skiptir jákvæðni og gleði þeirra sem koma að skólanum öllu máli. Eins og vinkona mín sagði eitt sinn: „Ef þú ert ekki tilbúin öllum stundum að taka börnum með hlýju, gleði og jákvæðni þá mátt þú bara gjöra svo vel og vinna annars staðar en í skóla. Það skiptir engu máli hvort sem þú ert kennari, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur eða matráður.“ Þessu er ég innilega sammála. Þar sem ég starfa eru reglur afskaplega skýrar. Ein af þeim er þessi: „Okkur er ætlað að stuðla að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks svo og í öllum samskiptum við börn og foreldra og aðra sem koma að málum skólans.“ Samkvæmt niðurstöðum kannana sem teknar hafa verið í skólanum mínum finna foreldrar fyrir mikilli hlýju og umhyggju og eru þar með áhyggjulausari foreldrar. Auk þess hefur komið fram að ef samskipti á milli starfsfólks eru bæði hreinskiptin og hlýleg er starfsfólkið almennt ánægðara. En er raunhæft að starfsfólk skólans taki börnum, foreldrum og samstarfsfólki með gleðilegu viðmóti og ausu af kærleik í hvert einasta skipti sem þau mæta? Mitt svar er já. Já, það er hægt og já, það er gott. Það er þó ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Það getur alveg verið krefjandi að fara fram úr á morgnana og ætla að tækla daginn með jákvæðu hugarfari. En það er líka æfing. Og það besta er að það græða allir. Hversu hollt er að æfa sig í að finna gleðina eftir að maður tapar henni í amstri dagsins? Hversu mikilvægt er að sýna börnum að það er hægt að breyta um hugarfar með einfaldri kærleiksæfingu? Þau eru margvísleg tækin sem hægt er að nota og þegar unnið er í skóla er eins gott að nota þau. Eins og ég sagði áður höfum við nokkrar vinnureglur sem stuðla að jákvæðu viðmóti allra sem starfa með mér. Ég hef aldrei áður unnið í jafn þægilegu andrúmslofti. Þar sem ég gleymi öllum áhyggjum, fæ knús frá samstarfsfélögum og hrós fyrir vel unnin störf. Ég fæ líka ábendingar um hvað megi betur fara í starfinu á jákvæðan hátt og tek þannig ráðum fagnandi. Í kaffitímum fer fram notaleg samvera þar sem enginn þarf að hafa áhyggjur af því að þurfa að réttlæta persónulegar skoðanir eða að þurfa að taka á móti neikvæðum athugasemdum frá samstarfsaðilum. Ég segi ekki að við tökum aldrei þátt í rökræðum, þvert á móti. Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að ræða hluti út frá mismunandi sjónarhornum og hlusta á sýn hvors annars. En mesta snilldin er samt þessi. Í samveru er önnur regla, já mjög heilög regla. Við baktölum ekki fólk né aðra skóla og við tölum ekki um stjórnmál. Þetta er það besta sem ég get hugsað mér, að sitja saman og tala um lífið og tilveruna, fá hugmyndir að hinu og þessu varðandi skólann nú eða bara hvað sé sniðugt að gera með okkar eigin börnum utan skólans. Ekkert innantómt slúður og skítkast sem yfirleitt særir einhvern sem á hlut að máli. Engin leiðindarifrildi sem yfirtaka enn eina samveruna fyrir fólki sem vill ekki taka þátt. Ekkert röfl og ekkert bull. Ef eitthvert okkar ruglast er okkur einfaldlega bent á það. Þannig æfum við falleg samskipti, erum kærleiksrík og jákvæð. Að hitta fjölskyldur barnanna er gleðilegt og við byrjum yfirleitt öll fjölskylduviðtöl á faðmlagi. Þegar barn mætir í skólann er alltaf tekið á móti því, alla daga, í anddyrinu og barninu heilsað með nafni. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi alltaf. Andrúmsloftið sem þessar reglur mynda, smita einfaldlega kærleik til þeirra sem eyða með okkur deginum og við græðum öll. Ég tel þær vera eitt það besta við skólann minn og þær eiga svo sannarlega hlut í því að veita börnum og starfsfólki góðan stað sem þeim líður vel á. Kærleikskveðja, Margrét G. Thoroddsen, kennari Vífilsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir mér er skóli ótal margt. Skóli er staður þar sem nám fer fram. Skóli er staður þar sem fundnar eru lausnir. Skóli er staður þar sem öll börn eru velkomin. Staður þar sem börn fá frið til að vera þau sjálf og er tekið sem þeim sjálfum. Þar sem þau fá tækifæri til að upplifa hvernig er að vera hluti af heild. Skóli er staður sem börn eiga að hlakka til að koma á, staður sem þeim líður vel á og fá að upplifa ró og næði fyrir áreiti samfélagsins. Ég, sem vinn í skóla, á að gera mitt besta til að skólinn minn verði allt þetta og meira til. Til þess að börn öðlist jákvæða mynd af skólanum sínum skiptir jákvæðni og gleði þeirra sem koma að skólanum öllu máli. Eins og vinkona mín sagði eitt sinn: „Ef þú ert ekki tilbúin öllum stundum að taka börnum með hlýju, gleði og jákvæðni þá mátt þú bara gjöra svo vel og vinna annars staðar en í skóla. Það skiptir engu máli hvort sem þú ert kennari, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur eða matráður.“ Þessu er ég innilega sammála. Þar sem ég starfa eru reglur afskaplega skýrar. Ein af þeim er þessi: „Okkur er ætlað að stuðla að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks svo og í öllum samskiptum við börn og foreldra og aðra sem koma að málum skólans.“ Samkvæmt niðurstöðum kannana sem teknar hafa verið í skólanum mínum finna foreldrar fyrir mikilli hlýju og umhyggju og eru þar með áhyggjulausari foreldrar. Auk þess hefur komið fram að ef samskipti á milli starfsfólks eru bæði hreinskiptin og hlýleg er starfsfólkið almennt ánægðara. En er raunhæft að starfsfólk skólans taki börnum, foreldrum og samstarfsfólki með gleðilegu viðmóti og ausu af kærleik í hvert einasta skipti sem þau mæta? Mitt svar er já. Já, það er hægt og já, það er gott. Það er þó ekki þar með sagt að það sé auðvelt. Það getur alveg verið krefjandi að fara fram úr á morgnana og ætla að tækla daginn með jákvæðu hugarfari. En það er líka æfing. Og það besta er að það græða allir. Hversu hollt er að æfa sig í að finna gleðina eftir að maður tapar henni í amstri dagsins? Hversu mikilvægt er að sýna börnum að það er hægt að breyta um hugarfar með einfaldri kærleiksæfingu? Þau eru margvísleg tækin sem hægt er að nota og þegar unnið er í skóla er eins gott að nota þau. Eins og ég sagði áður höfum við nokkrar vinnureglur sem stuðla að jákvæðu viðmóti allra sem starfa með mér. Ég hef aldrei áður unnið í jafn þægilegu andrúmslofti. Þar sem ég gleymi öllum áhyggjum, fæ knús frá samstarfsfélögum og hrós fyrir vel unnin störf. Ég fæ líka ábendingar um hvað megi betur fara í starfinu á jákvæðan hátt og tek þannig ráðum fagnandi. Í kaffitímum fer fram notaleg samvera þar sem enginn þarf að hafa áhyggjur af því að þurfa að réttlæta persónulegar skoðanir eða að þurfa að taka á móti neikvæðum athugasemdum frá samstarfsaðilum. Ég segi ekki að við tökum aldrei þátt í rökræðum, þvert á móti. Okkur finnst ekkert skemmtilegra en að ræða hluti út frá mismunandi sjónarhornum og hlusta á sýn hvors annars. En mesta snilldin er samt þessi. Í samveru er önnur regla, já mjög heilög regla. Við baktölum ekki fólk né aðra skóla og við tölum ekki um stjórnmál. Þetta er það besta sem ég get hugsað mér, að sitja saman og tala um lífið og tilveruna, fá hugmyndir að hinu og þessu varðandi skólann nú eða bara hvað sé sniðugt að gera með okkar eigin börnum utan skólans. Ekkert innantómt slúður og skítkast sem yfirleitt særir einhvern sem á hlut að máli. Engin leiðindarifrildi sem yfirtaka enn eina samveruna fyrir fólki sem vill ekki taka þátt. Ekkert röfl og ekkert bull. Ef eitthvert okkar ruglast er okkur einfaldlega bent á það. Þannig æfum við falleg samskipti, erum kærleiksrík og jákvæð. Að hitta fjölskyldur barnanna er gleðilegt og við byrjum yfirleitt öll fjölskylduviðtöl á faðmlagi. Þegar barn mætir í skólann er alltaf tekið á móti því, alla daga, í anddyrinu og barninu heilsað með nafni. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi alltaf. Andrúmsloftið sem þessar reglur mynda, smita einfaldlega kærleik til þeirra sem eyða með okkur deginum og við græðum öll. Ég tel þær vera eitt það besta við skólann minn og þær eiga svo sannarlega hlut í því að veita börnum og starfsfólki góðan stað sem þeim líður vel á. Kærleikskveðja, Margrét G. Thoroddsen, kennari Vífilsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun