Skoða nýja veglínu á Holtavörðuheiði Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 11:18 Margir hafa lent í vanda vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. mynd/Steingrímur Þórðarson Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra, fór mikinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann hélt því fram að hægt væri að lækka veginn um Holtavörðuheiði um 60 til 70 metra. Þetta sagði Kristján í umræðu um færð á vegum en fjöldi ferðalanga hefur lent í vandræðum á Holtavörðuheiði vegna ófærðar í vetur og hafa ófáir þurft að dvelja tímunum saman í Staðarskála í Hrútafirði á meðan þeir bíða fregna um mokstur á heiðinni. Kristján sagði slíkar framkvæmdir á Holtavörðuheiði ekki samgönguáætlun en starfsmenn Vegagerðarinnar hefðu hins vegar framkvæmt mælingar á stöðum sem kæmu til greina fyrir nýtt vegstæði sem yrði um 60 -70 metrum fyrir neðan núverandi veg á Holtavörðuheiði sem er í 410 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem hann er hæstur.map.isLítið vitað um snjósöfnun Því myndi það muna töluverðu þegar kemur að veðurhæð en Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að ekki hafi verið könnuð snjósöfnun á þessu svæði. „Við höfum lagt fram hugmyndir að veglínum þarna neðar við Holtavörðuvatnið, þetta er einhverjum 80 metrum lægra þar sem vegurinn er hæstur núna. Einhverjar snjókannanir hafa verið gerðar en kannski lítið. Við höfum hins vegar haft veðurstöð þarna síðastliðin þrjú ár sem við höfum fært á milli staða. Við höfum ekki mikið unnið úr þeim gögnum en eigum þau. Þetta er ekki á dagskrá en þetta bara svona forkönnun hjá Vegagerðinni, við vitum að margir hafa áhuga á þessu,“ segir Magnús.Segir marga sannfærða um betra veðurfar neðar Hann segir Vegagerðina ekki hafa nákvæmar upplýsingar um veðurfar neðan við veginn um Holtavörðuheiði, þar sem hann er hæstur, en Magnús segir þó marga sannfærða um að það sé betra þar. „Við sjáum það líka á þessum veðurgögnum að þetta nær ekki sama vindstyrk. Þarna niðri eru kannski meiri líkur á meiri snjósöfnun og að það safnist meira á veginum. Á sínum tíma fyrir 30 til 40 árum þegar ákveðið var að fara þarna upp þá var það mat manna að vegurinn hreinsaði sig betur þarna uppi en þá var ekki opnað nema tvisvar í viku. Í dag er allt annað viðhorf með tilliti til þjónustu á vegakerfinu á hverjum einasta degi,“ segir Magnús. Hann segir þetta einungis á könnunarstigi og mörg önnur verkefni sem talin eru brýnni þegar kemur að vegaframkvæmdum. „Þessi veðurfarsgögn eru mjög spennandi og mælirinn er uppi núna og á þriðja staðnum sem við erum að prófa. Við eigum gögnin en erum bara að vinna að öðru.“ Tengdar fréttir Um 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála Holtavörðuheiðin ófær og snjómokstursbíllinn fastur á heiðinni. 8. mars 2015 19:38 Tugir í vanda á Holtavörðuheiði Búið er að loka Holtavörðuheiði. Þar sitja margir fastir vegna ófærðar og björgunarsveitir eru á leiðinni. 8. mars 2015 17:22 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi samgönguráðherra, fór mikinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann hélt því fram að hægt væri að lækka veginn um Holtavörðuheiði um 60 til 70 metra. Þetta sagði Kristján í umræðu um færð á vegum en fjöldi ferðalanga hefur lent í vandræðum á Holtavörðuheiði vegna ófærðar í vetur og hafa ófáir þurft að dvelja tímunum saman í Staðarskála í Hrútafirði á meðan þeir bíða fregna um mokstur á heiðinni. Kristján sagði slíkar framkvæmdir á Holtavörðuheiði ekki samgönguáætlun en starfsmenn Vegagerðarinnar hefðu hins vegar framkvæmt mælingar á stöðum sem kæmu til greina fyrir nýtt vegstæði sem yrði um 60 -70 metrum fyrir neðan núverandi veg á Holtavörðuheiði sem er í 410 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem hann er hæstur.map.isLítið vitað um snjósöfnun Því myndi það muna töluverðu þegar kemur að veðurhæð en Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að ekki hafi verið könnuð snjósöfnun á þessu svæði. „Við höfum lagt fram hugmyndir að veglínum þarna neðar við Holtavörðuvatnið, þetta er einhverjum 80 metrum lægra þar sem vegurinn er hæstur núna. Einhverjar snjókannanir hafa verið gerðar en kannski lítið. Við höfum hins vegar haft veðurstöð þarna síðastliðin þrjú ár sem við höfum fært á milli staða. Við höfum ekki mikið unnið úr þeim gögnum en eigum þau. Þetta er ekki á dagskrá en þetta bara svona forkönnun hjá Vegagerðinni, við vitum að margir hafa áhuga á þessu,“ segir Magnús.Segir marga sannfærða um betra veðurfar neðar Hann segir Vegagerðina ekki hafa nákvæmar upplýsingar um veðurfar neðan við veginn um Holtavörðuheiði, þar sem hann er hæstur, en Magnús segir þó marga sannfærða um að það sé betra þar. „Við sjáum það líka á þessum veðurgögnum að þetta nær ekki sama vindstyrk. Þarna niðri eru kannski meiri líkur á meiri snjósöfnun og að það safnist meira á veginum. Á sínum tíma fyrir 30 til 40 árum þegar ákveðið var að fara þarna upp þá var það mat manna að vegurinn hreinsaði sig betur þarna uppi en þá var ekki opnað nema tvisvar í viku. Í dag er allt annað viðhorf með tilliti til þjónustu á vegakerfinu á hverjum einasta degi,“ segir Magnús. Hann segir þetta einungis á könnunarstigi og mörg önnur verkefni sem talin eru brýnni þegar kemur að vegaframkvæmdum. „Þessi veðurfarsgögn eru mjög spennandi og mælirinn er uppi núna og á þriðja staðnum sem við erum að prófa. Við eigum gögnin en erum bara að vinna að öðru.“
Tengdar fréttir Um 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála Holtavörðuheiðin ófær og snjómokstursbíllinn fastur á heiðinni. 8. mars 2015 19:38 Tugir í vanda á Holtavörðuheiði Búið er að loka Holtavörðuheiði. Þar sitja margir fastir vegna ófærðar og björgunarsveitir eru á leiðinni. 8. mars 2015 17:22 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Um 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála Holtavörðuheiðin ófær og snjómokstursbíllinn fastur á heiðinni. 8. mars 2015 19:38
Tugir í vanda á Holtavörðuheiði Búið er að loka Holtavörðuheiði. Þar sitja margir fastir vegna ófærðar og björgunarsveitir eru á leiðinni. 8. mars 2015 17:22