Innlent

Stöðvuðu sterasendingu frá Hong Kong

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sendingin var stíluð á einstakling. Myndin er af sendingu sem stöðvuð var á síðasta ári.
Sendingin var stíluð á einstakling. Myndin er af sendingu sem stöðvuð var á síðasta ári. Vísir/AFP
Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu sem innihélt um það bil tvö kíló af sterum í duftformi. Málið hefur kært málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fer með rannsókn þess. Sendingin kom frá Hong Kong.



Sterunum hafði verið pakkað inn í umbúðir utan af matvælum en póstsendingin var stíluð á einstakling. Samkvæmt tilkynningu frá tollstjóra er þetta sjötta sterasendingin sem er stöðvuð á árinu.



Þetta er það steramagn sem tollurinn hefur tekið á síðustu þremur árum:

Sterar

2014

2013

2012

Ampúllur/glös stk.

161

314

340

Duft g

3.354,50

1.663,09

9.082,43

Ml

5.483

5.082

1.379

Töflur stk.

29.667

61.432

37.322




Fleiri fréttir

Sjá meira


×