Innlent

Snjóflóð féll á Tálknafirði í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Snjóflóðið blasti við íbúum bæjarins í morgun.
Snjóflóðið blasti við íbúum bæjarins í morgun. Mynd/Sigríður Hilmarsdóttir
Snjóflóð féll á Tálknafirði einhvern tímann í nótt. Sigríður Hilmarsdóttir, íbúi á Tálknafirði, segir enga viðvörun hafa verið gefna út hjá Veðurstofunni.

Sigríður segir flóðið hafa fallið innarlega í bænum. „Við tókum ekki eftir því þegar flóðið féll en þetta blasti bara við okkur þegar við vöknuðum í morgun.“

Hún segir að ekki hafi fallið snjóflóð á þessum stað í nokkuð mörg ár. „Það olli þó ekki neinum skaða, nema þá mögulega á trjágróðri. Það var frekar sérstakt að það var engin viðvörum gefin út hjá Veðurstofunni að þessu sinni. Það eru þarna hús á svokölluðu C-svæði. Það er reyndar ekki fólk í öllum þessum húsum, en þetta kom öllum að óvörum.“

Sigríður segir veður hafa verið brjálað á Tálknafirði í gærkvöldi þannig að ekki hafi sést á milli húsa. „Svo fór rafmagnið hjá okkur nokkrum sinnum í gærkvöldi. Það var gríðarlega mikil ofankoma, skafrenningur og mjög hvasst. Við hefðum því mögulega ekki heyrt þetta þó að við hefðum staðið við hliðina á þessu þegar þetta gerðist.“

Mynd/Sigríður Hilmarsdóttir
Mynd/Sigríður Hilmarsdóttir
Mynd/Sigríður Hilmarsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×