Vilja tuttugu prósent launahækkanir Linda Blöndal skrifar 13. mars 2015 19:30 Iðnaðarmenn setja nú fyrsta sinn fram sameiginlegar kröfur en þær eru settar fram fyrir hönd sex iðnaðarmannafélaga og sambanda og alls átján þúsund félagsmanna sem eru í yfir tuttugu starfsgreinum.„Handónýtt kerfi" Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að félögin verði einnig með sérkröfur. „Samtarfið gengur út á það að við tökum það sem við köllum gjaldþrota og handónýtt taxtakerfi og lyfta því verulega upp í raunveruleikann", sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 380 þúsund í byrjunarlaun Þess er krafist að byrjunarlaun iðnaðarmanna verði rúmar 380 þúsund krónur á mánuði og almenn hækkun launa 20 prósent. Lægstu kauptaxtar hækki hins vegar um allt að 37 prósent. Verði samið til lengri tíma en eins árs þá verði launin verðtryggð. Guðmundur segir engan vegin hægt að lifa af töxtum iðnaðarmanna í dag og mikla yfirvinnu sem nú tíðkist þurfi að færa inn í dagvinnutaxtann og þar með auka framleiðni. Kröfurnar séu sanngjarnar. Tökum ekki einir ábyrgð á stöðugleika „Launahækkunarkrafan er náttúrulega bara í takt við það sem hefur verið að gerast í öðrum kjarasamningum og það liggur alveg ljóst fyrir að það sem hefur átt sér stað á vinnumarkaðnum síðan stöðugleikasáttmálinn var gerður, eða síðasti samningur að þá eru það ekki bara þeir sem eru með lausa samninga og eftir eru í púkkinu núna á Íslandi, að þeir einir ætli sér að bera ábyrgð á einhverjum stöðugleika. Stjórnvöld ætla ekki að gera það og þeir sem eru búnir að sækja hundrað eða tvöhundruð þúsund króna hækkun á launum sínum á mánuði ætla ekki að bera ábyrgð á þessum stöðugleika og þá ætlum við ekki bara einir og sér að sjá um það", sagði Guðmundur. Meira en tuttugu starfsgreinarStarfgreinarnar sem kröfurnar ná til eru mjög margar: Vélstjórar, málmiðnaðarmenn, matreiðslumenn, framreiðslumenn, bakarar, kjötiðnaðarmenn, starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtifólk, málmtæknimenn, tækniteiknarar, starfmenn í byggingagreinum, garðyrjumenn, skipasmiðir, rafvirkjar, rafeindavirkjar, símamenn, símsmiðir, tæknimenn í rafiðnaði, nemar í rafiðnum, sýningarmenn, hársnyrtisveinar og bókagerðarmenn. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Iðnaðarmenn setja nú fyrsta sinn fram sameiginlegar kröfur en þær eru settar fram fyrir hönd sex iðnaðarmannafélaga og sambanda og alls átján þúsund félagsmanna sem eru í yfir tuttugu starfsgreinum.„Handónýtt kerfi" Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að félögin verði einnig með sérkröfur. „Samtarfið gengur út á það að við tökum það sem við köllum gjaldþrota og handónýtt taxtakerfi og lyfta því verulega upp í raunveruleikann", sagði Guðmundur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 380 þúsund í byrjunarlaun Þess er krafist að byrjunarlaun iðnaðarmanna verði rúmar 380 þúsund krónur á mánuði og almenn hækkun launa 20 prósent. Lægstu kauptaxtar hækki hins vegar um allt að 37 prósent. Verði samið til lengri tíma en eins árs þá verði launin verðtryggð. Guðmundur segir engan vegin hægt að lifa af töxtum iðnaðarmanna í dag og mikla yfirvinnu sem nú tíðkist þurfi að færa inn í dagvinnutaxtann og þar með auka framleiðni. Kröfurnar séu sanngjarnar. Tökum ekki einir ábyrgð á stöðugleika „Launahækkunarkrafan er náttúrulega bara í takt við það sem hefur verið að gerast í öðrum kjarasamningum og það liggur alveg ljóst fyrir að það sem hefur átt sér stað á vinnumarkaðnum síðan stöðugleikasáttmálinn var gerður, eða síðasti samningur að þá eru það ekki bara þeir sem eru með lausa samninga og eftir eru í púkkinu núna á Íslandi, að þeir einir ætli sér að bera ábyrgð á einhverjum stöðugleika. Stjórnvöld ætla ekki að gera það og þeir sem eru búnir að sækja hundrað eða tvöhundruð þúsund króna hækkun á launum sínum á mánuði ætla ekki að bera ábyrgð á þessum stöðugleika og þá ætlum við ekki bara einir og sér að sjá um það", sagði Guðmundur. Meira en tuttugu starfsgreinarStarfgreinarnar sem kröfurnar ná til eru mjög margar: Vélstjórar, málmiðnaðarmenn, matreiðslumenn, framreiðslumenn, bakarar, kjötiðnaðarmenn, starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtifólk, málmtæknimenn, tækniteiknarar, starfmenn í byggingagreinum, garðyrjumenn, skipasmiðir, rafvirkjar, rafeindavirkjar, símamenn, símsmiðir, tæknimenn í rafiðnaði, nemar í rafiðnum, sýningarmenn, hársnyrtisveinar og bókagerðarmenn.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira