Innlent

Þjóðin ber mikið traust til lögreglunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
91 prósent Sjálfstæðiskjósenda ber mjög eða frekar mikið traust til lögreglunnar en einungis 2 prósent lítið eða mjög lítið traust og 6 prósent svara hvorki né.
91 prósent Sjálfstæðiskjósenda ber mjög eða frekar mikið traust til lögreglunnar en einungis 2 prósent lítið eða mjög lítið traust og 6 prósent svara hvorki né. Vísir/Kolbeinn Tumi
Íslendingar bera almennt mikið traust til lögreglunnar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins bera mest traust til lögreglunnar en stuðningsmenn Pírata minnst.

Fréttablaðið og Stöð 2 könnuðu traust almennings á lögreglunni síðast liðinn þriðjudag og miðvikudag og var svarhlutfallið 78 prósent. Spurt var hversu mikið eða lítið traust fólk bæri til lögreglunnar.

78 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið eða frekar mikið traust til lögreglunnar en einungis 5 prósent mjög eða frekar lítið traust. En 17 prósent sögðu hvorki né.

Nokkur munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það sagðist styðja. Kjósendur stjórnarflokkanna treysta lögreglunni meira en kjósendur stjórnarandstöðuflokkanna en mestur er stuðningurinn meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins. 91 prósent Sjálfstæðiskjósenda ber mjög eða frekar mikið traust til lögreglunnar en einungis 2 prósent lítið eða mjög lítið traust og 6 prósent svara hvorki né.

vísir
Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn koma næstir í traustinu. 86 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins bera mikið traust til lögreglunnar en 3 prósent lítið og 11 prósent segjast hvorki bera mikið eða lítið traust til lögreglunnar.

Af stjórnarandstöðuflokkunum er traustið til lögreglunnar mest meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna, eða 79 prósent, 2 prósent bera lítið traust til lögreglunnar en 20 prósent svara hvorki né.

72 prósent þeirra sem gefa sig upp á Vinstri græn bera mikið eða frekar mikið traust til lögreglunnar, 6 prósent mjög eða frekar lítið en 22 prósent svara hvorki né.

Heldur færri bera traust til lögreglunnar meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar, eða 63 prósent, 13 prósent bera mjög eða frekar lítið traust til hennar og 22 prósent svara hvorki né.

Minnst er traustið til lögreglunnar hins vegar meðal kjósenda Pírata eða 62 prósent. 17 prósent þeirra bera mjög eða frekar lítið traust til lögreglunnar og 21 prósent bera hvorki mikið né lítið traust til hennar. Lítill munur er á trausti til lögreglunnar eftir kjördæmum en það er þó minnst í norðvesturkjördæmi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.