Innlent

Hvað er ofsaveður?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er ráðlagt að vera á ferli á höfuðborgarsvæðinu nú snemma morguns og fram yfir hádegi.
Ekki er ráðlagt að vera á ferli á höfuðborgarsvæðinu nú snemma morguns og fram yfir hádegi. Vísir/Anton
Veðurstofan varar við ofsaveðri í dag, þar sem spáð er meðalvindi frá 24 upp í 30 metra á sekúndu. Hætta er á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og   skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga sem fylgja veðurofsanum.

Hvað er samt eiginlega ofsaveður?

Í svari Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Vísindavef Háskóla Íslands, segir eftirfarandi um ofsaveður:

„28,5-32,6 metrar á sekúndu. Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti.“

Það er því ekki að ástæðulausu sem fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli á höfuðborgarsvæðinu nú og fram yfir hádegi þar sem það getur verið beinlínis hættulegt. Þá eru ferðalög milli landshluta einnig varhugaverð.

 þar sem meðalvindur er frá 24 til 30 metrum á sekúndu, og að hætta sé á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um land vegna mikilla leysinga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×