Handbolti

Tap í endurkomu Óla Stef

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Stefánsson undirbýr sig undir skot.
Ólafur Stefánsson undirbýr sig undir skot. Vísir/AFP
KIF Kolding tapaði með fimm mörkum, 22-17, fyrir RK Zagreb í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ólafur Stefánsson sneri aftur á handboltavöllinn og skoraði eitt mark.

Leikið var í Zagreb, en gestirnir frá Danmörku byrjuðu hörmulega. Þeir lentu meðal annars 11-2 undir og voru 15-8 undir í hálfleik.

Þeir bættu þó leik sinn í síðari hálfleik og töpuðu með fimm marka mun, 22-17. Þeir eiga því enn möguleika fyrir síðari leikinn sem fer fram sunnudaginn eftir rúma viku.

Ólafur Stefánsson spilaði sinn fyrsta alvöru handboltaleik síðan 2013, en Ólafur skraði eitt mark fyrir KIF í leiknum. Aron Kristjánsson þjálfar eins og kunnugt er Kaupmannahafnarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×